Hefði ég átt að hrópa á torgum ?

Ég er seinþreytt til vandræða þótt ég sé þrjósk, en það skal viðurkennt að ég er langt frá því sátt við það að minn tuttugu og fimm prósent almannatryggingaréttur við slys sé ENN TÝNDUR Í KERFINU, hinu annars frábæra og fullkomna kerfi voru.

Sjötíu og fimm prósent vinnuveitandi minn hefur fengið greidda hundrað prósent
slysadagpeninga frá því ég slasast af því að TR segir sér ekki heimilt lögum samkvæmt að skipta slysadagpeningum í hlutföll, bara sjúkradagpeningum.

Með öðrum orðum það vantar REGLUGERÐ þess efnis.....

Verkalýðsfélagið hefur enn ekkert fundið út í hálft ár við það hið sama verkefni, en iðgjöld min hafa verið greidd þangað rúman áratuginn síðasta.

Sem aldrei fyrr virðist þessi flækjufrumskógur í þessu efni vera óendanlegur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband