Viljum við nógu ódýr matvæli, einhvern veginn framleidd ?

Að hluta til erum við neytendur sjálfkrafa þáttakendur í markaðsdansi fjármunaafla varðandi framleiðsluhætti t.d. í landbúnaði.

Viljum við flytja inn ódýrt kjúklingakjöt þar sem framleiðsluaðferðir stangast ef til vill á við aðbúnað dýra i mest öllu ferlinu ?

Hvernig er staðan hér á landi í þessarri tegund framleiðslu, er aðbúnaður dýra þar við hæfi ?

Það væri alveg ágætt að fá um það upplýsingar.

Hvað varðar hefðbundna landbúnaðarframleiðslu hér á landi þá er það sennilega kindakjötið sem hvað heilbrigðasta aðferðafræðin er notuð og nýtt til framleiðslunnar, þar sem sauðfé gengur úti á löndum bænda, líkt og verið hefur um langan tíma.

Mjólkurframleiðsla í stóriðjustíl með ofurverksmiðjum þar að lútandi kallar á áhættu af því að upp komi sýking á einu búi og ef einu risastóru búi þarf að loka þá minnkar framleiðslan ef til vill of mikið og ekki hægt að bæta úr því hinu sama strax.

Fleiri smærri framleiðendur minnkuðu áhættu af sliku.

Notkun tilbúins áburðar til fóðurframleiðslu sem og fæðubótarefna til þess að fóðra kýr sem og lyfja til lækninga á kvillum hjá kúnum, s.s júgurbólgu, er eitthvað sem er alveg ágætt að skoða.

Allt þetta eigum við að skoða með tilliti til hollustu í matvælaframleiðslu, umfram það að kaupa nógu ódýr matvæli, einhvern veginn framleidd.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er ágætis grein hjá þér Guðrún, en það eru fleiri hliðar á málinu en heilbrigðis og hollustu hlið, þó þær séu vissulega mikilvægar.

Fjármálahliðin er þó það sem oftast ræður þegar upp er staðið. Okkur er sagt að hægt sé að fá ódýrari matvæli erlendis frá. En er það svo? Vissulega er verð matvæla ódýrara sumstaðar erlendis, en þá er um að ræða niðurgreidda framleiðslu, svipað og hér á landi. Flest lönd niðurgreiða sína matvælaframleiðslu. En eru þau tilbúin að niðurgreiða fyrir aðra þjóð? Varla.

En segjum nú að við gætum keypt niðurgreidd matvæli erlendis, þá er eftir að koma þeim til landsins. Eitthvað kostar það.

Það sem þó stendur hæðst í verðmyndun matvæla hér á landi og reyndar víða erlendis einnig, er smásalan. Það er með ólíkindum að sá sem réttir matvöruna yfir búðarborðið skúli fá svipað eða jafnvel meira fyrir hvert kíló en sá sem leggur margra mánaða og stundum ára, vinnu  við að framleiða vöruna. Þetta er ekkert séríslnskt fyrirbæri, þekkist víða.

Það er kannski skýrasta mynd þess að verð þeirrar matvöru sem hingað kemur erlendis frá, er ekki í neinu samræmi við það verð sem er á henni erlendis. Hvers vegna hefur engum fjölmiðli dottið í hug að skoða þetta? Að skoða hvað þessar "ódýru" matvörur kosta út úr búð, hér heima.

Það er ekki að undra þó Samtök verslunar og þjónustu hafi verið í stríði við innlenda matvælaframleiðslu og vilji koma á frjálsum innfluttnig. Þeir sjá auðvitað í hendi sér að álagning þeirra getur þá hækkað.

Það er ekki nein spurning að íslensk matvælaframleiðsla er ein sú tærasta í heimi, lega landsins er ein stæðsta trygging þess. Auðvitað hafa komið upp sjúkdómar hér, einkum í framleiðslu hvíta kjötsins og eru fjölmiðlar fljótir að greina frá því. Það er hið besta mál að fjölmiðlar láti vita ef eitthvað er að, en þeir sjúkdómar sem hér hafa komið upp eru þó ekki í neinni líkingu við það sem er í gangi erlndis. Það er kannski einkum vegna miklu minni notkunar ýmissa lyfja, sem hér hafa komið upp sjúkdómar, en erlendis eru þeir sjúkdómar orðnir landlægir þrátt fyrir að dælt sé ómældu magni af lyfjum í alla gripi, að ekki sé talað um hormónalyfin sem notuð eru til að fá landbúnaðinn "hagkvæmari".

Með auknum innflutningi á hráu kjöti er verið að aka þá áhættu að fórnað verði þessari sérstöðu Íslands, sérstöðu sem á hvergi sinn líkan í heiminum. Þetta er svolítið á skjön við þá umræðu um matvælaöryggi og fæðuskort sem hrjáir heimsbyggðina.

Hér ætti frekar að vera unnið markvert starf í þágu þess að auka framleiðslu þessara heilnæmu matvöru sem hér verður til.

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2011 kl. 08:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með ykkur báðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2011 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir gott innlegg Gunnar, umræða um þessi mál er nauðsynleg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband