Niðurskurður og nærþjónusta við íbúa.

Því miður segi ég þvi míður eru þær sparnaðarformúlur sem notaðar hafa verið og nýttar ekki með þau viðmið að akstur milli staða kosti peninga, hver sem greiðir fyrir þær hinar sömu ferðir.

Raunin er sú að aukinn kostnaður leggst á sjúklinga við þessa breytingu í formi ferðalaga, en ferðalög á bensíni kosta fjármuni.

Hinn flati niðurskurður til heilbrigðismála þar sem LSH hefur verið gert að skera niður þrátt fyrir sparnað, er óréttlátur en hefur kallað á aðgerðir sem þessar að virðist.

Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu sem er afar slæmt einkum og sér í lagi þegar stofnunum er gert að spara samkvæmt flötum niðurskurðartillögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neitaði að yfirgefa spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórmerkilegt að fólkið í landinu skuli ekki rísa upp þegar lokuð eru sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Síðan er bruðlað gigantískt með peninga til kvikmyndagerðar og aðra óráðssíu sem ekki bætir heilsu eða kjör í landinu. Þökk sé Þráni Bertelssyni og öðrum vinstri rugludöllum. Aumir þjónar fyrir íslendinga. Ofaná puntar Össur með allt sitt ESB-rugl.

Guð blessi Ísland !!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband