Forsætisráðherra enn í Fílabeinsturninum er kemur að fátæktinni.

Með ólíkindum er að stjórnvöld hér á landi skuli ekki enn geta áttað sig á því frysting skattleysismarka á sínum tíma orsakaði fátækt til handa mun fleirum en verið hafði áður. Láglaunafólk var og hefur verið að vissu leyti í svipaðri stöðu og örykjar og aldraðir að því leytinu til að alveg sama var hvað þú lagðir á þig mikla vinnu allt var hirt af þér af skattinum og tilgangsleysi þess að leggja á sig aukavinnu því lítið. Með öðrum orðum hvatinn að því að vinna láglaunastörf því lítill sem enginn eftir skatttöku. Sama endemis dellan gildir um aldraða og öryrkja þ.e þeir missa bætur sínar ef þeir mögulega geta innt af hendi vinnuframlag vegna skerðinga skattkerfi við lýði. Hvatinn er því enginn. Fádæma aulaháttur ASÍ varðandi það atriði að þegja þunnu hljóði um frystingu skattleysismarka öll þessi ár er rannsóknarefni ásamt grundvelli þess að lifeyrissjóðir landsmanna hafi mögulega til þess lagalegar heimildir til þess að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Svo virðist sem þessir aðilar sitji í sama Fílabeinsturni og núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hér er pottur brotinn, fólk getur ekki lifað af lægstu launum, en er samt að borga skatta af þeim fáu krónum sem þeir vinna sér inn.  Getur ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 12.2.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ester.

Nei það er langur vegur frá og með ólíkindum hve lengi menn berja hausnum við steininn undir þeim formerkjum að gini stuðull meðaltalsútreikninga erlendis frá segi staðreyndir mála hér á landi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.2.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband