Um daginn og veginn.

Ţađ er skammt stórra högga á milli í veđurfarinu hjá okkur, búiđ ađ vera óvenjuhlýir haustmánuđir, en síđan skellur á hörkuvetur allt í einu.

Snjórinn gefur okkur hins vegar birtu á ţessum dimmasta tíma sem er ágćtt, en allt er gott í hófi og međan ekki er allt á kafi ţá ţarf mađur víst ekki ađ kvarta yfir ţví hinu sama.

Sjálf reyni ég ađ njóta ţess ađ gera jólalegt í kring um mig eftir efnum og ađstćđum.

Alla vega er ég ekki međ gifs á hendinni núna ţetta áriđ eins og á sama tíma í fyrra, bakiđ segir mér hins vegar fyrir verkum hvađ ég get og hvađ ekki hverju sinni og svo má illu venjast ađ gott ţyki segir máltćkiđ og vonandi getur mađur haldiđ sig viđ ţađ hiđ sama viđhorf, ţar sem annađ er ekki í bođi.

Ţađ er hins vegar slćmt ađ komast ekki út ađ ganga daglega vegna ţess ađ göngustígar eru lítiđ ruddir og ég get ekki fariđ langt í snjógöngu upp á kálfa.

Hef hins vegar himinn höndum tekiđ viđ ađ prjóna úr íslensku ullinni sem ég hefi lengi elskađ og litiđ á sem gull frá ţví ég var ung ađ árum viđ ađ týna ullarlagđa um túnin heima undir Fjöllunum.

Ég er svo heppin ađ eiga ennţá ullarvćrđarvođ sem ég fékk í fermingargjöf og ég sef međ hana nćst mér, sem minnkar verki vegna ţess hve mikill hitagjafi ullin er.

Sama má segja um ţađ ađ nota ullartrefil um hálsinn ţegar kvef og pestir sćkja ađ, óbrigđult ráđ til bóta.

Ţađ skiptir máli ađ klćđa af sér kuldann.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband