Var ekki búið að greiða iðgjöld í verkalýðsfélögin af bótunum ?

Það væri nú mjög fróðlegt að vita hver ber ábyrgð á þessarri ákvarðanatöku, en raunin er sú að þeir sem hafa nýtt sinn bótarétt í atvinnuleysi hafa að öllum likindum greitt iðgjöld af bótunum í verkalýðsfélög, og ekki ætti að vera hægt að svipta þá ákveðnum réttindum hluta úr ári, að geðþótta.

Eiga þeir hinir sömu ef til vill að fara fram á endurgreiðslu iðgjaldanna ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fá ekki desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það hefur ekkert með aðild að verkalýðsfélagi að gera hvort þú færð desemberuppbót eða ekki.

Réttur þinn til orlofs og desemberuppbótar fer eftir einhverjum reglum um lengd starfstíma hjá viðkomandi atvinnurekanda.

Landfari, 24.11.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Það fer heldur ekkert eftir félagsgjöldum eða lífeyrissjóði hvaða réttindi menn eiga vegna atvinnuleysisbóta.  Atvinnuleysisbætur eru fjármagnaðar með hluta af tryggingargjaldi atvinnurekenda og sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Þetta hringl með desemberuppbót núna ár eftir ár, er óþolandi.  Einfaldast er að setja ákvæði um þetta inn í lög um atvinnuleysistryggingar og láta þá sambærilegar reglur gilda um desemberuppbót og gerist á almennum vinnumarkaði, þ.e. að viðkomandi fái þetta uppgert þegar hann fær síðustu bótagreiðslu á árinu, ef hann hefur verið á bótum í 12 vikur eða meira.   Eða að öðrum kosti sleppa þessu alveg.

Jón Óskarsson, 24.11.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband