Barnaverndarúrræði ?

Er ekki kominn tími til þess að fara að endurskoða hin opnu úrræði sem og staðsetningu heimila úti á landi ?

Mér finnst það sérstakt að árið 2011, séum við ennþá í sömu aðferðafræði þess efnis að senda börn út á land til þess að laga einhvers konar vanda, líkt og var gert í gamla daga.

Af hverju í ósköpunum hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ekki komið upp meðferðarstofnunum sem eru hér, í samræmi við fólksfjölda ?

Það atriði að Stuðlar í Reykjavík eigi að anna öllum þeim fólksfjölda á öllu höfuðborgarsvæði er skömm til handa þeim sem standa í forsvari fyrir þennan málaflokk, nú sem áður.

Það er ætlast til þess að foreldrar beri ábyrgð á sínum börnum meðan börn eru börn en hvar er ábyrgðin þegar börn strjúka úr " opnum úrræðum " þar sem mannafli er ef til vill ekki nægur til þess að forða því að börnin strjúki ?

Kanski var þarna ekki um að ræða börn, hver veit, kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leitað á Rangárvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband