Meirihluti Íslendinga eru kristinnar trúar og Alþingi ber að standa vörð um þá hina sömu þjóðtrú.

Það er hverju samfélagi mikilvægt að eiga sína trú, þrátt fyrir það atriði að umburðalyndi og frelsi gagnvart öðrum trúarskoðunum ríki í landinu.

Hvers konar hráskinnaleikur varðandi það atriði að styggja ekki annað hvort trúlausa ellegar aðra trúariðkendur en kristinnar trúar, er óþarfur því það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðkjörið þing standi vörð um þjóðtrú í einu landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja ákvæði um íslenska þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála!  Stöndum vörð um íslenzku þjóðkirkjuna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2011 kl. 01:41

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kirkjan hefur engan rétt til að troða sínum eigingjörnu og græðgislegu skoðunum inn í Stjórnarskrá,

Stjórnarskrá á að vera fyrir allt fólkið enn ekki fáa útvalda sem kalla sig kristna eða eitthvað annað.

Þessi áhugamál um trúmál verður fólk að nota fyrir sig og ekki troða upp á aðra með svona botlausri frekju eins og kirkjuþingið sýnir svo rækilega. Enda er kirkjuþingið bara á eftir að tryggja fjármagn til sín og ekkert annað. Færi kirkjan eftir þeim gildum sem hún segir sjálf að hún standi fyrir, myndi hún leggja sig niður sjálf....

Óskar Arnórsson, 19.11.2011 kl. 02:09

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Yfir 90% þjóðarinnar eru kristin. Kristin trú er SAMOFIN íslenskri
menningu, þjóðlegum gildum og viðhorfum gegnum örófi alda. Að láta örlitlan hóp trúleysingja og vinstrisnnaða rugludalla kúga 90% þjóðarinnar
ER ÚT Í HÖTT!  KOMINN TÍMI TIL AÐ TAKA Á YKKUR !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2011 kl. 02:31

4 identicon

Heil og sæl; Guðrún María; sem og aðrir gestir - og spjallvinir, mínir !

Um leið; og ég vil taka undir, með nafna mínum Arnórssyni, þætti mér ekkert úr vegi, að þið; Guðrún María og Guðmundur Jónas, segðuð okkur öðrum, um viðhorf ykkar, til þeirrar eignaupptöku, sem Kirkjan hefir staðið fyrir, í formi jarða - sem og þess lausagóz, sem hún STAL, af forfeðrum okkar, og formæðrum, á fyrri öldum.

Og hefir ekki; skilað ENN, til okkar, afkomenda þess fólks, sem sætti kúgunum hennar, sem ánauð, á sínum tíma.

Vænt þætti mér í; að fá fram sjónarmið ykkar, til þeirra hluta.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 02:48

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi á Guð og ekki eldgamla kirkjupólitík Guðmundur og þú þarft að vera verulega fullur eða undir annarlegum áhrifum til að trúa því að ég sé eitthvað vinstrisinnaður..... "margur heldur mig, sig,,,,

Þetta blaður um að 90% þjóðarinnar séu kristnir er lýgi ómerkilegt þvaður úr þykjast Guðsfólki sem er uppistaðan í þjóðinni. Að þú sért harðlínu kommúnisti hef ég alltaf vitað Guðmundur.

ég veit ekki hvaða menningu þú tilheyrir Guðmundur, enn hún þessi menning og kirkjuleg gildi sem þú vitnar í, er bara bluff og til að að villa fólki sýnir.

Þjóðin almennt er ekki kristin né neinnar trúar yfirleitt. Og hefur enga tengingu við nein þjóðleg gildi.

Kjaftablaðrið í glæpalýðnum sem stjórnar þessari kirkjumafíu sem er reyndar eina menning íslendinga sem kirkjan getur státað af, ljúgandi, svíkjandi og prettandi dagin út og dagin inn frá örófi alda, þarf ekkert að kenna íslendingum meira. Það kunna það allir í dag, svo framgangshörð hefur kirkjan verið í kennslunni.

T.o.m. margir meðlimir Cosa Nostra og margir aðrir skyldir hópar gáfu peninga, hjálpuðu fólki, settu upp súpustaðu fyrir fátæka, hugguðu grátandi og allt eftir þessu. Lygasagan sem kirkjan byggir á er eins steindauð og vinstri póltík ætti að vera. En þú vilt og þínir líkar, koma á kommúnisma, kirkjustýringu, klíkuskap og fláræði.

Þessi 6 milljarða skrípaleikur á hverju ári verður að taka enda og það kemur ekki til greina að skylda þjóðina að hafa ræningja og rumpulýð með stjórnarskrárvarin réttindi....

Óskar Arnórsson, 19.11.2011 kl. 03:27

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta mál snýst ekki um peninga heldur lifsviðhorf og menningu einnar þjóðar, og það stóra atriði að viðurkenna og viðhalda menningararfleifð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2011 kl. 03:35

7 identicon

90% Kristin? Nei... Mikið meira en helmingurinn af fólkinu í Þjóðkirkjunni eru trúlaus...

Ekki gleyma að fólk er sjálfkrafa skráð í þjóðkikjunna við fæðingu og ef þeim væri frekar gefin sá möguleiki að skrá sig í þjóðkirkjuna á 18 aldursári væri minna en 25% í kirkjunni.

Kristófer Ragnar (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 08:48

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrir kirkjuna snýst þetta eingöngu um peninga þegar þeit vilja blanda sér í Stjórnarskránna til að tryggja sig.

Kirkjan stendur ekki fyrir neinu ekta eða raunverulegu. Það þarf að skilja sundur Ríki og kirkju eins oh einmitt menningarríki gera, enn ekki halda kirkjunni á 6 milljarða fylleríi ár eftir ár.

Það er ómenning af verstu sort að kirkjan sé látin halda áfram með þetta leikrit sitt. Og ef fólk vill trúa á Guð þá er það auðveldara ef menn sleppa kirkjunni.

Óskar Arnórsson, 19.11.2011 kl. 10:39

9 identicon

Merkilegt hvað gervi Kristnir þurfa að verja Þjóðkirkjunna greinilegt að Guðrún þú hefur aldri heyrt um Stóradóm. Hefurðu ertu um Jón Arason?

Vottar eru einu sanni Kristnir.  Enda halda þeir ekki upp á heiðnarhátíðir.

Og ég persónulega vill líka losna við ríkissjónvarpið og útvarpið.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:40

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðrún og Guðmundur, vinsamlegast skoðið þessa grein, og útskýrið fyrir okkur hinum hvernig það getur verið að "yfir 90% þjóðarinnar séu kristin" þegar aðeins ~40%-50% Íslendinga segjast játa kristna trú í skoðanakönnunum og svipuð prósenta trúir því að Jesús sé "sonur guðs og frelsari". 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2011 kl. 14:18

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að 90 % þjóðarinnar sé kristinn er bara píp. Það nægir ekki að einhver slái þvæi fram og skrifi á blogg. Síðan er þetta spurning um hvað sé eiginlega meint með að vera kristinn. Ef það er að tilheyra trúflokki eða kirkju, þá er ég ekki kristinn. Ef það er eingöngu að trúa á Guð, þá er ég kristinn.

Að ég trúi á Guð kemur engum nema mér við og hef ég engum skyldum að gegna gagnvart neinum trúflokki. Hvort Jesú var sonur Guðs eða ekki veit ég ekki neitt og hef aldrei sé nein rök fyrir að sé. Ég vil ekkert útiloka það að Jesú hafi verið sonur Guðs og hafo hann verið það er fullt af fólki í gegnum heimssöguna sem hafa nákvæmlega sömu sögu að segja.

Saga Jesú er ekkert ný og er talið að hún sé kópía af mörgumn svipuðum sögu. Frekjan í kirjunni í dag einskorðast við að viðhalda gömlu riflildi um hver sé með einu réttur sögunna.

Öllum er hollt að skoða hverjir þeir séu, hvaðan þeir koma og hvert þeir séu að fara. Lífið sjálft er svo flókið og stórkostlegt að engin trúarbrögð í heiminum eri þess megnug að skíra neitt út af viti. Enda um fátæka pólitík að ræða og valdatafl.

Kirkjan á Íslandi á að sjá um sig sjálf. þetta er áhugamál fólks og fer minnkandi eftir því sem fólk vitkast. Kirkjan vill láta líta á sig sem aðalsfólk og forréttindahóp og það á að vorkenna þessu fólki. því miður er vald kirkjunnar yfir fólki enn mjög mikið, enn eins og áður sagði fer það minnkandi og mun vonandi hverfa alveg með tímanum.

Óskar Arnórsson, 19.11.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband