Gott að þessi vissi ekki af launum bankastjóra fyrir hrun.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og án efa ýmislegt sem menn munu áfram draga fram sem andstæður fyrir og eftir kreppu.

Í ágúst 2008, var Tekjublaðið nýkomið út og sonur minn hafði gluggað í það, en skömmu síðar kom einn fyrrum bankastjóri Glitnis í viðtal í sjónvarpi.

Sonur minn sagði þá við mig. " Mamma þessi er með 65 milljónir á mánuði " og það skal viðurkennt að mér varð orðfátt, því engar útskýringar á því hinu sama var í raun að finna, annað en þetta væri afar óeðlilegt.

Það var einhvern veginn meira himinhrópandi furðulegt að horfa á manninn með vitneskju um hve há laun sá hinn sami hefði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Í verslunarferð til Mílanó fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Var ekki nóg fyrir hann 64,millur? Annars, á þessum tíma veltum við fyrir okkur barnalegum hlutum, hvað gerir hann við afganginn,eftir mánaðarleg útgjöld!?   Kanski einhverju nær í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er allt komið í sama farveg og fyrir hrun þannig að næsta er ekki langt undan!

Sigurður Haraldsson, 18.11.2011 kl. 09:07

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið Helga og Sigurður.

Já Helga maður velti því óhjákvæmiega upp hvernig viðkomandi færi að því að höndla slíka fjármuni.

Sigurður, því miður virðast menn enn ekki hafa fundið annað módel en það sem fyrir var að sjá má.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband