Um daginn og veginn.

Að vissu leyti er það nokkuð sama á hvaða fjölmiðil er hlýtt, sömu álitsgjafa er að finna mánuði eftir mánuði og ár eftir ár gegnumgangandi, það breytist lítið.

Ríkisfjölmiðlarnir sjá dyggilega um að segja ekki of mikið af fréttum af flokkum í stjórnarandstöðunni, sem ætíð eru í mýflugumynd allt eftir því hver situr við stjórnvölinn.

Þannig hefur það alltaf verið hér á landi.

Miðað við gagnrýni á stjórnmálaumhverfi almennt eftir hrun hér á landi þá hefur það til dæmis ekki gerst ljósvakamiðlar hafi aukið magn þátta í sinni dagskrá þar sem kjörnir fulltrúar ræða saman fyrir framan þjóðina.

Það hefi ég alla vega ekki orðið vör við.

Frumkvæði fjölmiðlamanna að fréttaumfjöllun um stjórnmál og framþróun á því sviði er afar sjaldgæft fyrirbæri, því miður og dægurþrasið og þá og þegar skeðir atburðir yfirleitt einungis verkefnavalið.

Hringborðsumræður allra kjörinna flokka á Alþingi Íslendinga á þriggja mánaða fresti væri ekki ofverk ljósvakamiðla í landinu.

nóg í bili.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband