Hin frjóa hugsun og mikilvægi hennar.

Við höfum mikla þörf fyrir það mannfólkið að frjó hugsun fái að vaxa og dafna en hvernig gerist það ?

Gerist það með því að fylgjast nógu mikið með fjölmiðlum segja fréttir um það sem hefur nú þegar gerst ?

Ég efa það og því miður er skortur á frumkvæði fjölmiðlamanna þess efnis að velta upp því sem gæti gerst ef þetta eða hitt væri svona eða hinsegin og ástæðan er ef til vill sú að þeir hinir sömu fá ekki tíma eða rými fyrir slíkt í nútima fjölmiðlun.

Vissulega finnast hér undantekningar sem ber að fagna, en hinn mikli skortur þess efnis að nútíma tækni í boðskiptum sé notuð til þess að örva frjóa hugsun og ímyndunaraflið er enn fyrir hendi.

Magn afþreyingaefnis er gífurlegt í fjölmiðlum, en fréttaskýringaþættir fáir.

Meðan ljósvakamiðlar hafa litinn sem engan áhuga á þvi að senda út stjórnmálaumræður á sínum vegum er þess ekki að vænta að áhugi landsmanna á stjórnmálum aukist almennt, né heldur að hugmyndir flokka í stjórnmálum sjáist nema rétt fyrir kosningar hverju sinni.

Hér má aðeins endurmeta aðferðafræðina að mínu viti.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband