"Það vantar háseta á bát, þarf að vera kvenmaður samkvæmt jafnréttislögum"

Enn hefur ekki birst svona auglýsing en hver veit kemur kanski ef sú tilraun til forsjárhyggju sem í gangi er varðandi jafnstýringu kynja ofan frá í allra handa lagaklásúlum verður ráðandi. Raunin er nú sú að konur vilja heldur láta hvetja sig en reka áfram. Að mínu viti hefur kynjabarátta komið til sögu í voru þjóðfélagi undanfarna áratugi, með allra handa öfgum þar að lútandi þannig að baráttan sem slík hefur snúist upp í sérréttindabaráttu þar sem kynin berast á banaspjótum hér og þar í stað þess að vinna saman. Einstaka kvenmenn verða að dýrlingum ef þær hinar sömu komast í embætti sem karlar hafa áður gengt í stað þess að líta á það sem eðlilega þróun mála sem varla þarf að ræða sérstaklega í sjálfu sér. Hinn endalausi metingur kynjanna í milli á sér endamörk og samvinna kynja að vild hvors kyns fyrir sig á hverju sviði samfélagsins, er það sem við skyldum auðsýna börnum okkar. Það atriði að foreldrar geti dvalið með börnum sínum sem mest gegnum frumbernskuskeiðið skilar sér til æviloka fyrir einstaklinginn til framtíðar, ekki hvort mamma gegni betri stöðu en pabbi, eða pabbi betri stöðu en mamma. Sömu laun fyrir sömu vinnu fyrir sömu hæfileika einstaklings burtséð frá kyni er hins vegar sjálfsögð krafa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Nákvæmlega !

Karl Gauti Hjaltason, 11.2.2007 kl. 02:56

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég var nú forðum sjómaður og stóð mig bara vel þó bæði lítil sé og kvennmaður.  Hampaði þeim titli að verða afladrottning Suðurnesja.  Það á við öll störf að allt vill sitt lagið hafa. 

Ég las það einhvern staðar að tilfinningatengsl barna mynduðust fram að tveggja ára aldri, þau börn sem ekki fá ástúð og kærleika á þeim tíma eiga í erfiðleikum síðar á ævinni með að mynda náin tilfinningatengsl.  

Ég held að þegar fólk lítur til baka um farinn veg þá er það fjölskylda sem skiptir mestu máli, ekki þau störf sem þú hefur innt af hendi.  Fólk á almennt að líta sér nær og skoða hvað það geti gert betur í samskiptum sínum við aðra, ekki hvað aðrir geti gert fyrir það ;) 

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.2.2007 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband