Talsmenn sjúklinga á Íslandi og heilbrigðiskerfið.
Laugardagur, 29. október 2011
Fyrrverandi Landlæknir Ólafur Ólafsson getur nú í dag sagt sína skoðun á því sem þarna gerðist hvað varðar brot á læknaeiðnum, varðandi það að neita að vista sjúklinga, hafi hann þökk fyrir það, en án ef hefði honum verið erfiðara um vik að láta þessi ummæli frá sér fara sem sitjandi Landlæknir, því embættið er í því erfiða hlutverki að standa skil á kerfinu og eiga einnig að gæta hagsmuna sjúklinga.
Ólafur reyndi hins vegar sitt besta, sem embættismaður, það má hann eiga í því erfiða hlutverki, á ýmsum sviðum heilbrigðismálanna.
Það er hins vegar gott hjá Kastljósi að draga þetta mál fram sem Sighvatur Björgvinsson upplýsti um fyrir skömmu, einkum og sér í lagi til þess að reyna að draga lærdóm af fortíðinni og móta aðferðir til framtíðar um skipulag mála, þar sem aðferðir sem slíkar geta ekki flokkast undir nokkuð annað en mannréttindabrot gagnvart veikum einstaklingi.
Talsmenn sjúklinga hér á landi, hvað varðar að standa vörð um mannréttindi eru ekki of margir og Ísland á ekki enn Umboðsmann sjúklinga sem þó væri fyrir löngu nauðsynlegt, í hinum flókna frumskógi nútíma aðferða.
kv.Guðrún María.
Svartur blettur í sögu heilbrigðismála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.