Ofbeldi gegn konum og úrræði.

Ofbeldi gegn konum er þjóðfélagsmein, og Kastljósið tók það fyrir í gærkveldi, sem er fínt því það er umræða sem skiptir máli í þessu sambandi.

Til þess að vinna á þessu meini í nærumhverfi þarf sú kona sem í slíku lendir að segja nógu mörgum í kring um sig frá meininu í stað þess að fela það sem aftur felur í sér hjálp nærumhverfis sem oftar en ekki getur skipt sköpum í málum sem þessum.

Stuðningur til þess að vinna sig út úr þessum vanda er fyrir hendi af hálfu Kvennathvarfsins, og þangað skyldu konur leita í viðtöl til þess arna.

Líkamlegt ofbeldi er saknæmt athæfi gagnvart einstaklingi hvors kyns sem er, en hvað konur varðar sem beittar eru ofbeldi af karlmönnum þá er þar aflsmunur og kona alla jafna minnimáttar í því sambandi.

Áhorf barna á athafnasemi sem slíka, er eitthvað sem ekkert barn skyldi þurfa að alast upp við, nokkurn tíma.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband