Algjör óþarfi að ganga í Evrópusambandið til þess að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða.

Málflutningur Þorsteins Pálssonar í Silfri Egils í dag, þess efnis að það sé nauðsyn fyrir okkur að ganga í Esb, til þess að auka verðmæti sjávarafurða, er eitthvað sem ég er einfaldlega ósammála honum um.

Þvert á móti er það þjóðhagslega hagkvæmt fyrir okkur að fullvinna sem mest af hverjum einasta fiski sem dreginn er upp úr sjó hér á landi hér innanlands og selja á okkar eigin forsendum sem fullunna vöru á markaði erlendis, með sjálfsákvörðunarvald yfir eigin fiskimiðum kring um landið.

Allir flokkar á þingi vita að nauðsynlegt er að breyta því markaðsbraskskerfi sem innleitt var í tíð Þorsteins Pálssonar sem sjávarútvegsráðherra, burtséð frá því hvort það heillar Evrópusambandið eða ekki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki heyrt það betra, ef Þorsteinn fær að ráða, þá verður enginn fiskur eftir fyrir Íslendinga, miðin verða þurrkuð upp á nó time eins og önnur mið ESB;

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn Pálsson! Tekur einhver mark á honum?

Jú, þeir í Brussel og dindlar þeirra hér heima, Óli Steph. and others of that ilk.

Jón Valur Jensson, 17.10.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband