Af hverju voru ekki mótmæli í " góðærinu " ?

Voru Íslendingar ánægðir með skuldsetningu upp fyrir haus fyrir hrun, í því fyrirséða loftbóluþjóðfélagi sem þar var sýnilega á ferð ?

Voru menn ekki galeiðuþrælar bankanna á þeim tíma ?

Datt einhverjum í hug að endalaus vöxtur og uppsveifla gæti verið raunin, hér á landi sem annars staðar ?

Þeir sem ræddu þessa hluti á tímum " góðæris " voru hrópaðir niður sem úrtölumenn en skammt er stórra högga á milli og þegar allt hrundi, þá hófust mótmælin er allt var farið norður og niður og annar hver maður er sérfræðingur í efnahagsmálum einnar þjóðar.

Einn góður maður sagði við mig á sínum tíma, það er best að eiga ekki neitt hér á landi, þá tapar þú ekki neinu og það kann að vera að sú sé raunin.

Ofvaxið fjármálaumhverfi hjá smáþjóð er kapítuli út af fyrir sig og við Íslendingar aftarlega á merinni að aðlaga bankastarfssemi að þörfum miðað við stærð markaðar í einu landi.

Það er maðurinn sem býr til lagaumhverfi fjármálamarkaðar ekki fyrirtækin sem þar starfa, það er ágætt að halda því til haga til framtíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæli í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband