Ætlum við að standa vörð um okkar heilbrigðisþjónustu ?

Ég lít svo á að það sé miklu meira en kominn tími til þess að fólk taki sig saman um að stofna hópa er standa vörð um það atriði að sú þjónusta sem við skattgreiðendur höfum byggt upp sé ekki rifin niður með flötum niðurskurði á fjárlögum einnar ríkisstjórnar í landinu.

Það er auðvelt að rífa niður en erfiðara að byggja upp.

LSH, hefur unnið þrekvirki í því efni að hagræða og spara undir stjórn núverandi forstjóra stofnunarinnar, á tímum þrenginga og eðli máls samkvæmt ætti sú hin sama stofnun að njóta þess að hafa áorkað sliku við fjárlagagerð til næsta árs.

Það kemur ekki heim og saman að sjúkrahús er tekur fallið af flest öllum skerðingum annars staðar i heilbrigðiskerfi voru sé ekki varið hvað varðar útgjöld til starfssemi á fjárlögum.

Ég sakna þess að heyra eitthvað frá þingmönnum á þingi um þessa ráðstöfun mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breyttur Landspítali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband