Kveikti á kerti af gömlum vana.

Þar sem rafmagnið blikkaði þá kveikti ég á kerti á sama tíma af gömlum vana sem er einfaldlega tilkominn vegna þess að rafmagnsleysi var alvanalegt í minni sveit undir Eyjafjöllum hér einu sinni, ef eitthvað var að veðri.

Einu sinni í þrumuveðri sprakk gamli sveitasíminn heima í orðsins fyllstu merkingu þar sem elding náði inn í tækið.

Í einu ofsaveðri undir Fjöllunum brotnuðu að mig minnir fjórtán staurar í rafmagnslínu á svæðinu, en oft var rafmagnslaust af samslætti í línum sem sló út spennistöðvum, en tíma tók fyrir menn að komast á staðinn og slá inn aftur.

Frá því ég flutti á höfuðborgarsvæðið man ég ekki eftir rafmagnsleysi sem varað hefur langan tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rafmagn sló út vegna eldinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband