Vita stjórnvöld hvaða þjónusta mun skerðast og hvað ekki ?

Stjórnmálamenn eiga að hafa kjark til að bera og koma fram með mótaðar hugmyndir um hvað á skera niður og hvað ekki, í stað þess að láta embættismenn hins opinbera vera boðbera niðurskurðar eins og raunin hefur verið.

Það er því afskaplega réttmæt krafa hjá forstjóra LSH, að óska eftir slíku.

Forgangsröðun hvers konar á að hafa forsendur fyrir hendi þar sem ákveðna þætti er hægt að vega og meta, þannig að þar liggi fyrir niðurstaða með hagsmuni heildarinnar í huga.

Handahófskenndur niðurskurður getur þýtt meiri kostnað til framtíðar og sökum þess er það ekki sama hvar og hvernig slíkur niðurskurður er framkvæmdur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggja verður af þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband