Augnablik, hvar eru skilin milli dómsvalds og framkvæmdavalds ?

Ekki líst mér á þetta frumvarp sem hér um ræðir, þ.e. að " óháð stjórnsýslunefnd " taki ákvörðun um endurupptöku dæmdra mála.

Raunin er sú að stjórnsýslunefnd er aldrei óháð, heldur skipuð af valdhöfum hverju sinni og þar með er framkvæmdavaldið í landinu komið inn á svið dómstóla.

Ég gæti ímyndað mér að ef af slíku yrði, færu meira og minna öll dæmd mál fyrir þessa nefnd, sem aftur þýddi gífurlegt stjórnsýsluapparat við úrvinnsluna álíka dómstólunum sjálfum.

Hafa menn hugsað málið til enda ?

Mun nærtækara væri að skylda Hæstarétt til þess að kalla utanaðkomandi sérfræðinga til ákvarðana um endurupptöku mála en að setja slíkt í nefnd á vegum stjórnvalda hverju sinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nefnd ákveði endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband