Þetta var stysta siglingaleiðin til Eyja...
Miðvikudagur, 12. október 2011
Ekki veit ég hvað ég ritaði mörg orð í aðdraganda þessarar staðsetningar hafnar við suðurströndina, en þau voru mörg.
Meðal annars þess efnis að staðsetningin væri á hættusvæði hamfara í jökulvötnum við möguleg eldsumbrot, en þá datt mér ekki í hug að jökullinn minn færi að gjósa en það gerði hann.
Það atriði að minnst ölduorka sé forsenda staðsetningar finnst mér skrítið og finnst mun liklegra að stysta siglingaleiðin í tíma talið sé ástæðan í raun, þar sem hin undursamlega skammtímahagræðing tröllréð ákvarðanatöku allri.
Sandrifið sem er og verið hefur lengi utan við hafnarstaðsetingu þessa, og framburður ánna framkallar án þess að eldgos komi til, þýddi að menn hefðu þurft að fara með hafnargarðanna um það bil hundrað metrum utar til þess að forða brimskellum vegna þess. Það var ekki gert því það kostaði of mikið.
Höfn þessi hefði best verið staðsett við Holtsós, í skjóli fjalla sem og í vari vegna eldsumbrota og vatnsframburðar.
Þessi framkvæmd er hins vegar tilkomin og ég lít svo á að fjármagn til þess að lengja hafnargarðanna sé og verði það sem þarf að finna til betrumbóta, svo fremi að Katla gjósi ekki með hlaupi í Emstrum.
kv.Guðrún María.
Ölduorkan minnst þar sem Landeyjahöfn er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.