Friður á jörð.

Allt það sem mannkynið getur áorkað til þess að áskapa frið á jörð er af hinu góða, og friðarsúlan er táknræn birtingarmynd um vilja til þess hins sama.

Erjur og deilur hafa fylgt mannkyni, deilur um yfirráðasvæði, deilur um völd, deilur um aðferðir og deilur um peninga, magn þeirra og misskiptingu hvers konar.

Því meiri sem " þróun " mannkyns hefur orðið, þvi fleiri stríðstól og tæki hafa komið til sögu víðs vegar um veröldina.

Við Íslendingar gumum okkur af Íslendingasögunum, þar sem sagan geymir því miður meira og minna illindi og erjur allra handa þar sem hver um annan þveran var högginn í herðar niður í deilum um völd og yfirráð.

Eitthvað hefur þetta skánað með árunum en penninn hefur tekið við af spjótinu, þar sem menn kasta orðum í hver aðra í staðinn fyrir spjót.

Ein leið til þess að lægja deilur um hin ýmsu mál er að nota lýðræðið sem mest og best má vera þar sem þáttaka manna í áhrifum á eigin líf er fyrir hendi.

Það atriði að eiga frið í hjarta sínu, þrátt fyrir alls konar utanaðkomandi áreiti, skiptir öllu máli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvetur alla til að hugsa um frið á jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband