Framtíð Íslands, felst í því.....

Að menn hafi til að bera víðsýni og heildarsýn þar sem sjónarhorn umhverfisverndar nær út fyrir landsteinanna einnig. Þeir umhverfisverndarsinnar sem ekki hafa skoðun á núverandi kerfi sjávarútvegs hér á landi , geta lagt sig og hugsað málið upp á nýtt , því þá skortir heildaryfirsýn yfir allt sviðið. Það er ofboðslega flott að blaðra um þekkingariðnað en ef þekkingin er af skornum skammti hvað varðar það hvað þjóðin hefur lifað á í formi útflutningsverðmæta og hve mikilvægt það er okkur Íslendingum að viðhafa skynsamlegar aðferðir til verndar fiskistofnum í náinni framtíð og barátta gegn vatnaflsvirkjunum og hróflun náttúru á landi eingöngu villir mönnum sýn þá er ekki að finna umhverfisvernd með yfirsýn yfir allt sviðið. Verksmiðjuvæðing í sjávarútvegi og landbúnaði eru mun stærri atriði sem þarf að taka á en álver. Hagsmunagæsla gömlu fjórflokkanna gagnvart umbreytingarleysi þar á bæ er alger í formi annað hvort vitundarleysis ellegar forsjárhyggjuaðferða.Sjálfbær þróun tekur nefniega til allra þátta eins samfélags og þar er það atvinnustefnumótun í heild sem gildir sem mælikvarði ekki aðeins hluti hennar.

kv.

gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband