Tapast hafa , tilgangur og markmið !
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Hver var tilgangur kvótakerfis í sjávarútvegi ? Jú að viðhalda vexti og viðgangi fiskistofna hér við land. Fyrsti kafli laga um stjórn fiskveiða segir " Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Úthlutun aflaheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. " Þetta eru fögur orð á blaði eins og svo margt í framkvæmd sínni en allt frá upphafi þessa kerfis hefur staða verðmesta fiskistofnsins þorsks farið síversnandi án þess að fundist hafi haldbærar skýringar. Stofninn er í sögulegu lágmarki. Í sömu lög hefur verið sett inn ákvæði um það atriði að útgerðir geti framselt aflaheimildir sín á milli sem orsakað hefur eina mestu þjóðhagslegustu verðmætasóun sem um getur á Vesturlöndum sem gengur að sjálfsögðu alveg gegn fyrsta kafla laganna um byggð og trausta atvinnu. Því til viðbótar hefur sú ráðstöfun orsakað það atriði að útgerðarmönnum hefur orðið tíðrætt um " eignarétt sinn " á sameign þjóðarinnar án þess þó að þeir hinir sömu hafi svo mikið sem greitt eina krónu fyrir tilflutning heimilda frá Hornafirði til Akureyrar, eða Ísafirði til Reykjavíkur. Alveg sama þótt þyrfti að úrlelda skóla og heilsugæslu og ný íbúðarhús allt uppbyggt fyrr skattfé ALLRA landsmanna ég endurtek AllRA landsmanna gegnum tíð og tíma. Tilgangur þessa var " hagræðing " ........ í sjávarútvegi og ferð hans á hlutabréfamarkað í 300 ´þús manna samfélagi með þáttöku bankanna sem hófu strax veðsetningu á óveiddum fiski úr sjó eins og ekkert væri..... Ísland varð að auðn og ekki hófst undan og hefst ekki enn að byggja samgöngumannvirki á Suðvesturhorninu, skóla og heilsugæslu. Og svo er rætt um " sátt um kerfið "
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.