Enn einn heimskugangurinn við stjórn Reykjavíkurborgar.

Trúboð hefur ekki farið fram í skólum, heldur eru tillögur þessar runnar undan rifjum aðila sem eru trúlausir og vilja koma sínum skilaboðum um trúleysi nægilega mikið í gegn með því að virkja fulltrúa sem vita lítið um málið í raun.

Sorgleg þróun og til skammar þeim er koma að´máli þessu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að þú nennir ekki að lesa alla greinina. Og það er ekkert að vera að kenna trúleysi. Týpskur Kristinn sem vill bara láta kenna kristni.

Arnar M. (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 01:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mál þetta allt er vanvirðing við þá aðila er stjórna skólum og sinna starfi þar sem menntun þeirra hinna sömu inniheldur fullkomna virðingu gagnvart mismunandi trúarbrögðum sem og trúleysi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2011 kl. 01:52

3 Smámynd: Ingólfur

Guðrún, það eru ótal dæmi um trúboð í skólunum.

Það er bara verið að reyna að virða mannréttindi barna. Er eitthvað að því?

Ingólfur, 5.10.2011 kl. 04:12

4 Smámynd: Valur Arnarson

Mikið rétt Ingólfur Harri,

Það eru ótal dæmi um trúboð í skólum. Börnum er t.d. innrætt sú sannfæring að þau séu afurð tilviljunarkenndrar og hugsunarlausrar þróunnar og það sé engin æðri tilgangur á bak við líf þeirra. Þessi heimsmynd náttúruhyggjusinna fær að flæða í gegnum skólakerfið mótþróalaust þó tómleg sé.

Fólk þarf að átta sig á því að þetta er bara fyrsta skref náttúruhyggjusinna að fullkominni miðstýringu og boðvalds-stjórnunarkerfi. Það verður ekki látið staðar numið hér, eins og hægt er að sjá á meðfylgjandi link:

http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/entry/1192384/#comments

Hér er náttúruhyggjusinninn, Arnar Pálsson, að boða bann við kennslu um sköpunarsöguna í tengslum við trúarbragðafræði. Við sjáum á þessu hvert næsta skref guðleysingjanna verður.

Það er í rauninni ótrúlegt að í skjóli sósíalisma nær alltaf að þrífast miðstýring, boðvaldsárátta og fasismi, eins og sjá má á þessari samþykkt borgarstjórnar. Kennurum og skólastjórnendum er ekki treyst til að stýra þessum málum á heillavænlegan hátt, þvílík vanvirðing við það góða fólk sem hefur haldið utan um þessi mál fram að þessu.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 09:20

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fylgir það kristninni að vera gersneyddur öllum lesskilningi?

Valur;  Nokkrir skólastjórnendur hafa sýnt það að þeim er ekki treystandi fyrir þessu. Þegar krakkar sem ekki eru kristnir eru bara látnir sitja einir frammi á gangi á meðan allir hinir fara í kirkju, eða Gídeonsmenn fá að koma og segja börnunum að allir sem trúi á Jesú fari til himna en hinir ekki, þá er greinilega þörf á reglum.

Hvers vegna er ekki nóg fyrir ykkur að innræta eigin börnum trú? Nú getið þið þulið Biblíusögur yfir vesalings skinnunum frá því þau koma heim úr skólanum og þangað til þau fara þangað aftur. Þið getið sent þau í sunnudagaskóla og kristilegar sumarbúðir og kristilegt eftir-skólastarf og látið þau lesa kristilegar bókmenntir og biðja bænir allt heila helvítis sumarið ef þið viljið. Hvers vegna í ósköpunum þurfið þið að boða börnum annarra þetta á tíma sem hægt væri að eyða í alvöru nám? Ekki veitir af.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.10.2011 kl. 10:43

6 Smámynd: Tómas

Nei Valur... Við kennum þróunarkenningu í skólum vegna þess að langmestur meirihluti sérfræðinga (bendi á Project Steve: http://ncse.com/taking-action/project-steve) segir okkur að sú kenning sé sú réttasta sem við vitum um.

Það er svo argasta vitleysa að börnum sé sagt að það sé enginn æðri tilgangur á bak við líf þeirra. Það eru þín orð. Þróunarkenningin útilokar alls alls ekki trú, og það eru reyndar mjög margir sem trúa á æðra afl og samþykkja þróunarkenninguna. Þetta er þröngsýni hjá þér.

Mér þykir það leitt að þú skulir þurfa að sækjast til orða eins og boðvaldsáráttu og fasisma (veist þú hvað fyrsta boðorð biblíunnar er?). Þú gerir því skóna að Arnar sé fasisti í leynum, án þess að  hafa neinar sannanir fyrir þeim meinyrðum.

Tómas, 5.10.2011 kl. 11:19

7 Smámynd: Tómas

(í fyrstu málsgrein er ég náttúrulega að tala um sérfræðinga í náttúruvísindum, erfðafræði, líffræði, jarðfræði o.s.frv.)

Tómas, 5.10.2011 kl. 11:24

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það eru FJÖLDAMÖRG staðfest dæmi um trúboð sem hefur stundað á liðnum árum í grunnskólum og leikskólum. Þess vegna var farið í að smíða þessar reglur vegna þess að þeirra var þörf.

ÉG spyr Guðrúnu Maríu og Val:

Mynduð þið vilja að Siðmennt og Vantrú fengju að koma í leikskóla YKKAR barna og innræta SÍNA lífsskoðun í huga þeirra?

Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 11:33

9 identicon

Sem móðir drengs í grunnskóla (í Hafnarfirði) hef ég því miður orðið vör við trúboð og trúaráróður í skóla hans. Þegar hann var yngri, fann kennari hans að kennslubækurnar í kristnum fræðum voru svo litaðar af afstöðu höfundarins (enda prestur) að sonur minn passaði ekki í tímana. Sem sonur trúlausra foreldra spurði hann of gagnrýnna spurninga í tímunum og truflaði hina, þannig að hann þurfti að hanga einn á bókasafninu í hverri viku. Ég taldi það miður vegna þess að mér finnst svo mikilvægt að börnin læri UM trúarbrögð; reyndum við foreldrarnir að veita honum svo lámarksfræðslu í þessum efnum. Kom svo í ljós þegar hann var neyddur til að taka þátt í helgileik að hann vissi meira um t.d. vitringana en hinir í bekknum.

Þegar allir í 5. bekk fengu svo nýja testamentið frá Gídeonsmanni, leið honum illa á eftir. Þarna var kennarinn að segja þeim hversu góður þessi maður væri að gefa þeim bók að "gjöf", en þegar hann áttaði sig á því að maðurinn væri að þessu til að boð trú á guð, fannst honum hann hafa verið blekktur. Traust barna á kennarann og skólann er mikilvægt og um leið mjög viðkvæmt; ætti þess vegna ekki að leyfa svona utanaðkomandi fólki að draga börnin í dilka eftir líksskoðun fjölskyldna þeirra.

Að lokum vil ég nefna að mér fannst slæmt að prestur skuli sjálfkrafa hafa verið kallaður til þegar barn í skólanum lést. Auðvitað átti presturinn að vera til staðar í kirkjunni (sem er í næsta húsi við skólann) fyrir þau börn sem það vilja, en það á að vera þannig að fagfólk eins og sálfræðingar ræði við börnin í slíkum aðstæðum. Ég veit að það er erfitt fyrir marga trúaða að skilja þetta, en reynið nú að setja ykkur í spor þeirra sem hafa ekki sömu lífsskoðun og þið.

Svo stóla ég á yfirvöld um allt land að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar í þessu mannréttindamáli!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 12:07

10 Smámynd: Tómas

Guðbjörg: Heyr heyr. Gott (þó ekki gaman) að heyra sögu sem þína. Ég held að þetta sé algengara en margir halda.

Tómas, 5.10.2011 kl. 13:08

11 Smámynd: Valur Arnarson

Tinna,

Er það svo að allir þeir sem eru þér ósammála séu gersneyddir öllum lesskilningi? Eða á þetta bara við um kristið fólk? Mætti ég skilja athugasemd þína sem svo að hér sé um siðmenntaða fordóma að ræða?

Annars er athugasemd þín öll til marks um að það er einmitt þörf fyrir málsvarnaraðila fyrir kristið fólk innan skólakerfisins, einmitt svo að fordómar þeir sem þú sýnir hér þrífist síður innan veggja menntastofnanna.

Þú, guðleysingin, myndir náttúrulega vilja hafa þetta þannig að litið væri á Nýja testamenntið sem tabú og presta sem tabú svo kristnir krakkar geti fengið slatta af einelti og fordómum í gjöf frá siðmenntuðu umburðarlyndinu.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 13:45

12 Smámynd: Valur Arnarson

Tómas,

Ég minntist ekki einu orði á þróunarkenninguna í athugasemdinni minni. Svo að athugasemd þín öll fellur um sig sjálfa.

Varðandi Arnar Pálsson þá geta allir lesið það sem hann skrifar svo að sannanir mínar fyrir hans meintu fasísku skoðunum eru algjörlega óþarfar. Að líkja þessu við meiðyrði er náttúrulega í hæsta máta fáránlegt. Ég sagði aldrei að Arnar Pálsson væri fasisti en ég sagði hins vegar að skoðanir hans um miðstýringu í menntakerfinu sem miðuðust við hans lífsskoðun jöðruðu við fasisma. Þetta tvennt er ólíkt.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 13:52

13 Smámynd: Valur Arnarson

Skeggi,

Lífsskoðun Siðmenntar og Vantrúar er stöðugt innrætt í börnin okkar og það er gert í nafni vísindanna, sem er í hæsta máta hlægilegt þar sem sú hugmynd að við séum afurð tilviljanakenndrar og hugsunarlausrar þróunar er í hróplegri mótsögn við sig sjálfa og getur því ekki verið sannleikur.

Ég myndi ekki setja mig á móti því að Siðmennt og Vantrú fengju aðgang að barninu mínu á skólatíma, því ég treysti því (barninu) til þess að sjá villuna í þeirra málflutningi.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 13:58

14 Smámynd: Valur Arnarson

Mig langar til þess að bregðast við athugasemd Guðbjargar,

Hún segir:

Að lokum vil ég nefna að mér fannst slæmt að prestur skuli sjálfkrafa hafa verið kallaður til þegar barn í skólanum lést.

Samkvæmt nýju reglunum þá er Prestum meinaður aðgangur að menntastofnunum í embættiserindum svo breytingin hér er talsverð. Hér er ekki um neina málamiðlunar breytingu að ræða heldur algjöra öfga í hina áttina. Kristin börn fá ekki áfallahjálp frá presti ef eitthvað kemur fyrir og því augljóslega verið að brjóta á réttindum þeirra.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 14:04

15 Smámynd: Tómas

Valur, þú ýðaðir nú sterklega að því, eða svo skildist mér á orðunum:

Börnum er t.d. innrætt sú sannfæring að þau séu afurð tilviljunarkenndrar og hugsunarlausrar þróunnar og það sé engin æðri tilgangur á bak við líf þeirra

Auk þess er það þrátt fyrir það argasta vitleysa að börnum sé innrætt að það sé enginn æðri tilgangur á bak við líf þeirra. Það er einfaldlega rangt hjá þér.

Jæja.. má vera að ég hafi dæmt fullharkalega orð þín um Arnar. Ég þarf náttúrulega að lesa mér vel til um hann, sem ég hef ekki tíma til núna. Dreg því þau orð til baka að sinni. 

Tómas, 5.10.2011 kl. 14:08

16 Smámynd: Tómas

Valur:
í nafni vísindanna, sem er í hæsta máta hlægilegt þar sem sú hugmynd að við séum afurð tilviljanakenndrar og hugsunarlausrar þróunar er í hróplegri mótsögn við sig sjálfa og getur því ekki verið sannleikur.

Já.. ég sé núna að þú ert ekki að tala um þróunarkenninguna, heldur eitthvað allt annað. Því þróunarkenningin er nefninlega ekki lýst með orðunum: "tilviljanakennd" og "hugsunarlaus". En vísindin kenna það nefninlega ekki. Þau kenna þróunarkenninguna.

Tómas, 5.10.2011 kl. 14:12

17 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Valur, sé það þannig að vísindin geti ekki útskýrt eitthvað tilviljanakennt eins og lífið sjálft (m.t.t. svars þín til Skeggja hér að ofan).  Væri þá ekki í lagi að heyra allar hliðar þeirra sem trúa á eitthvað annað en vísindin, þ.e.a.s. eitthvað annað en einvörðungu þína lífsskoðun?  Þess vegna leyfa steralíska kennslu á öllum trúarbrögðum sem eru í boða, fyrir vikið geta menn gert upp sinn hug og fylgt þeirri lífsskoðun sem það vill sjálft.

Er því ekki óþarfi að pota kristni eitthvað sérstaklega fram umfram aðra?

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.10.2011 kl. 14:17

18 Smámynd: Valur Arnarson

Tómas,

Þú verður að athuga að útfrá þeirri forsendu að það sé engin guð til þá er skiljanlega engin æðri tilgangur. Annars er ég ánægður með að þú sért farin að viðurkenna að þróunarkenningin geti gengið upp með einhverskonar guði, ég er sammála þér um það en ég á bara erfitt með að sjá á hvaða hátt það gerir manninn á einhvern hátt sérstakan í heildarmyndinni. En þetta er auðvitað bara mín sýn á málið, ef þú nennir þá getur þú lesið athugasemdina frá mér á blogginu hans Arnars þar sem ég vellti upp nokkrum möguleikum í þessu. Annars nenni ég ekki að þrasa í dag, var að fatta að ég á afmæli

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 14:18

19 Smámynd: Tómas

(til að skýra fyrri orð mín: Þróunarkenningu má m.a. lýsa með þessum tveimur orðum, en það er afskaplega slöpp lýsing og gríðarleg einföldun á einni margslungnustu kenningu sem ég þekki. Ég gæti eins sagt að guð sé morðingi, og látið þar við sitja.)

Tómas, 5.10.2011 kl. 14:18

20 Smámynd: Tómas

Valur:
Annars nenni ég ekki að þrasa í dag, var að fatta að ég á afmæli

Já, skynsamlegast að njóta bara dagsins og sleppa þrasinu ;)

Til hamingju með nýtt ár!

Tómas, 5.10.2011 kl. 14:20

21 Smámynd: Valur Arnarson

Garðar Valur,

Hjartanlega sammála, það á að kenna allar hliðar málsins. Börn/unglingar/fólk á svo að geta vegið það og meta hvað sé skynsamlegt.

Hins vegar þegar prestum er meinaður aðgangur að menntastofnunum í embættiserindum þá á kristið fólk sér engan málsvarnaraðila í viðkomandi fræðslu, þetta á að sjálfsögðu líka við um aðrar lífsskoðanir, íslam, hindúa, búdda og trúleysingja. Allir ættu að fá tækifæri til áheyrnar.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 14:21

22 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Þá erum við í grunninn sammála Valur :)

Njóttu dagsins.

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.10.2011 kl. 14:24

23 Smámynd: Skeggi Skaftason

Valur segir:

það á að kenna allar hliðar málsins

Nei. Kennsla um sköpunarsögu Biblíunnar á ekkert erindi í náttúrufræðitíma, ekki frekar en sagan um Auðhumlu og Ými úr norrænu goðafræðinni.

Þetta eru skemmtilegar goðsagnir og sjálfsagt og eðlilegt að kenna sem slíkar, enda partur af okkar menningararfleifð. Það stendur ekki til að hætta því.

Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 15:09

24 Smámynd: Valur Arnarson

Skeggi,

Ég sagði aldrei að það ætti að kenna sköpunarsögu Biblíunnar í náttúrufræðitíma, sköpunarsagan á einmitt heima í trúarbragðafræði, en Arnar Pálsson og félagar vilja útrýma henni þaðan (úr trúarbragðafræði), sem er óskiljanlegt að mínu mati.

Ég veit ekki hvernig þú gast lesið þetta útúr einhverri af minni athugasemd.

Valur Arnarson, 5.10.2011 kl. 15:14

25 identicon

Jæja!!!

Er nú borgarstjórnin að gefa Múslimunum lausan tauminn á

Íslandi. Bara gera eins og Svíþjóð og Bretland. Næst verður það, að litlu-jólin verða bönnuð á dagheimilum og barnaskólum.

Borgarstjórnin gefur sem sagt grænt ljós á Ramadan. Hvað getur borgarstjórn og samfylkingin gengið langt í sinni sosialistadýrkun sinni. Einu sinni var Stalin lagt það til lasts að hann bannaði kirkjur í Ráðstjórnarríkjunum.

Hvert er Reykjarvíkurborg að stefna með þessu?

Hafi kirkjan á Íslandi verið slöpp undanfarið og hilmað yfir "perra", þá er mál að hreinsa til í þeim ranni, og breyta ýmsum þáttum hjá kirkunni. Prestar, ef þið ekki reynið að bera hönd yfir höfuðið og bjarga kristinni trú á Íslandi, þá taka múslimskir (prestar) immanir við af ykkur áður en þið hafið blikkað augunum. Lifi kristin trú um aldur og æfi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 21:03

26 identicon

Að sjálfsögðu á ekki að kenna neitt sem tengist trúarbrögðum, hvorki í skólum né neins staðar annars staðar. Kirkjur ætti helst að leggja niður því að annars værum við að samþykkja ranghumyndir sem eiga við ENGIN rök að styðjast. Það hefur engin sagt að maðurinn eigi að vera eitthvað sérstakur í heildarmyndinni, það er einungis eitthvað sem trúaðir hafa komið fram með til að gera sér lífið bærilegra.

Trúleysingja eru ekki vont fólk. Sumt fólk gerir slæma hluti, aðrir vonda hluti. Það er fullt af trúleysingjum sem hafa óhreint sakarvottorð, og þótt ótrúlegt sé þá eru líka til kristnir menn með óhreint mjöl í pokahorninu, svo að rökin um ,,góð gildi" og ,,kristin gildi" eru í versta falli slæm tilraun til að rétlæta ranghugmyndakerfi sem hefur verið notað til að stjórna almenning víðs vegar um heim í áranna rás.

Hættum að samþykkja þessar trúarbragða-ranghugmyndir. Reynt er að hjálpa geðsjúklingum eftir fremsta magni ef þeir þjást af ranghugmyndum, af hverju viljum við bæla niður hugmyndir þeirra með lyfjum, meðferðum, endurhæfingu, viðtölum og svona gæti ég lengi talið. Í grunninn er alls enginn munur á hugmyndum þess sómafólks sem dvelur á geðdeildum landsins og þeim sem trúa á guð eða æðri máttarvöld. Hugmyndirnar eiga ekki við rök að styðjast.

Ranghugmyndirnar ætti ekki að samþykkja, því ætti fólk ekki einu sinni að fá að troða ranghugmyndunum upp á börnin sín heima hjá sér. Munum að þetta er hugmyndakerfi sem stenst engin rök.

Robbi (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 22:56

27 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Trúin er hluti af lífi okkar frá vöggu til grafar, en eins og ég sagði þá er trúboð ekki stundað í skólum, og hvers konar tilraunir meintra mannréttindafrömuða til þess að umbreyta einhverju sem óþarft er að hafa afskipti af, með valdboði falla um sjálft sig í lobbýistapyttinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2011 kl. 00:06

28 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Trúboð hefur víst verið stundað í skólum, Guðrún. Þegar prestar eða Gídeonsmenn koma inn í skólann til að "segja börnunum frá Jesú", láta þau fara með bænir og trúarjátningu, heitir það trúboð. Markmið Gîdeonsmanna er "að ávinna menn og konur fyrir Drottinn Jesú Krist. Dreifing Heilagrar ritningar og einstakra hluta hennar er aðferð til að ná því marki."

Gídeonsmenn viðurkenna að þeir stundi trúboð, en þú vilt meina að þeir geri það ekki... sömuleiðis viðurkenndi Jóna Hrönn Bolladóttir að svokölluð "Vinaleið" væri trúboð.

Hvað með kvartanir foreldra? Áttu þær sér kannske aldrei stað heldur? Var þetta bara ímyndun? Lîka þetta?

Það var greinilega full ástǽða til afskipta, því þó þú sért kristin og þér finnist í fínu lagi að börnin þín séu látin biðja bænir í skólanum, þá gefur það þér engan rétt til að neyða þína trú upp á annarra manna börn. Ætli þú myndir ekki kvarta ef Siðmennt eða Vantrú mættu í skólann og segðu börnunum að Guð sé ekki til, og að þeir sem trúi á Jesú séu bara heimskir?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.10.2011 kl. 01:03

29 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tinna.

Hér er ekki um neitt vandamál að ræða sem er er tilefni valdboðs meintra mannréttindafrömuða í pólítík, heldur skyldi eðli máls samkvæmt ræða við yfirvöld skóla í hverju tilviki sem um kann að vera að ræða, sem má örugglega telja á fingrum annarar handar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2011 kl. 01:15

30 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ætli þú myndir ekki kvarta ef Siðmennt eða Vantrú mættu í skólann og segðu börnunum að Guð sé ekki til, og að þeir sem trúi á Jesú séu bara heimskir?
Ætli það ekki, en til að fyrirbyggja misskilning þá myndi þetta aldrei gerast því Siðmenntar- og Vantrúarfólk vita vel að þetta síðasta er ósatt :)

Sveinn Þórhallsson, 6.10.2011 kl. 01:19

31 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það var ekki það sem þú sagðir, þú sagðir að trúboð væri ekki stundað í skólum. Ég benti þér á að tilgangur Gîdeonsfélagsins sé að boða trú  og að prestur ríkiskirkjunnar viðurkenni að stofnunin hafi stundað trúboð í skólum. Vantar eitthvað upp á lesskilninginn hjá þér? Þetta eru einmitt ekki bara örfá tilvik, heldur skipulagt trúboð. Einkunnarorð kirkjunnar eru "Biðjandi. Boðandi. Þjónandi." og Gîdeonsmenn eru með trúboðsstefnuna berum orðum á heimasíðunni sinni. En þrátt fyrir að trúboðarnir sjálfir viðurkenni að þeir boði trú, neitar þú því? Er þetta þessi víðfrægi heiðarleiki kristinna? 

 heldur skyldi eðli máls samkvæmt ræða við yfirvöld skóla í hverju tilviki sem um kann að vera að ræða

Það er bara ekki nóg. Ef engar reglur eru um þetta getur viðkomandi skólastjórnandi þess vegna ákveðið að neita að gefa börnum frí frá kirkjuheimsóknum, sé hann svipað innréttaður og þú. Hann segir þá bara að Hassan litli hafi bara gott af því að heyra um Jesú, og foreldrar hans séu bara útlendingar með óþarfa viðkvæmni. Hvernig eiga foreldrar að kvarta við skólann um brot á reglum ef það eru engar reglur?

Sveinn: Verandi meðlimur í Vantrú, þá veit ég þetta. Hins vegarstendur það skýrum stöfum í Heilagri Ritningu, og það oftar en einu sinni, að þeir sem ekki trúi á Guð séu heimskingjar. Ég var bara að reyna að fá Guðrúnu til að sjá hlutina frá sjónarhorni annarra, en það virðist borin von. Hún myndi varla samþykkja að ég kenndi börnunum hennar að blóta (að heiðnum sið, þó hitt sé gaman líka) eða teldi þeim trú um að allir sem ekki tilbiðja Allah þrisvar á dag muni brenna í vítislogum að eilífu. En Guðrún mun sjálfsagt ekki skilja neitt, fyrst einfaldur texti með hlekkjum er henni ofviða.

...og svo segja þeir að trúleysingjar séu þröngsýnir. :roll:

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.10.2011 kl. 01:54

32 identicon

Ef það sem er verið að banna er ekki trúboð, hvað er það þá?

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 03:28

33 identicon

Á Íslandi er forræðishyggjan við völd; það eru nokkrir einstaklingar sem hafa komist í ráðandi aðstöðu og í krafti hennar standa þau fyrir breytingum sem hugnast þeim sjálfum án tillits til meirihlutans, já hins friðsama meirihluta sem þarf greinilega að fara að tileinka sér harðari afstöðu og taka til varna fyrir gömlu og góðu gildin sem eru samofin okkar menningu. Bara af því að þeim sjálfum leiddist hitt og þetta.

Í skólum er og var ekki stundað trúboð, og börn sem ekki eru kristin eru ekki skilin eftir ein úti á gangi og hunsuð, þetta er bara bull. Foreldrar geta bara sagt nei og það gildir, það er alltaf haft ofan af fyrir þeim börnum sem þannig er ástatt fyrir.

Fólk ætti að kynna sér málin af sanngirni og leita sannleikans áður en það slengir fullyrðingum ábyrgðarlaust fram sem staðreyndum. Mér sýnist ekki veita af trúarlegum kærleika og góðum gildum  inn í líf íslenskrar þjóðar um þessar mundir, hvaðan sem sá trúarlegi kærleiki kemur

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:03

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ásdís segir í (33): 

Í skólum er og var ekki stundað trúboð, [...]

Af hverju segirðu þetta? Gerðu það nú fyrir okkur að smella á krækjurnar sem Tinna vísar í í innleggi (28) sem lýsa fáeinum dæmum um trúboð í skólum (þetta eru ekki einu dæmin!)

Það er lítið gaman að ræða við fólk sem stingur fingrunum í eyrum og neita að hlusta á staðreyndir.

Fólk ætti að kynna sér málin af sanngirni og leita sannleikans áður en það slengir fullyrðingum ábyrgðarlaust fram sem staðreyndum

Nákvæmlega!

Skeggi Skaftason, 6.10.2011 kl. 12:54

35 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég vil þakka skoðanaskipti um þetta mál, hér á mínum þræði, og veit nú enn betur að ég hef rétt fyrir mér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2011 kl. 23:50

36 identicon

Þið verðið að skilja það að hún Guðrún er einmitt fórnarlamb trúboðs, þegar hún var lítið barn þá var hún forrituð í að virða hinn kristna guð, að allir vinir hennar og ættingjar sem deyja fari til Jesú, að hún fái að hitta þá þegar hún sjálf deyr, hjá honum Jesú.

Þetta er það sama og gerist í td Saudi, nema þar er litlu börnunum sagt að ættingjar og vinir sem deyja fari til Allah og Muhammad.. að allir sem bugta sig ekki fyrir umboðsmönnum guðs og dogma þeirra verði brenndir, brenndir og pyntaðir að eilífu.

Það getur tekið fólk ár, jafnvel áratugi að losna undan trúboði sem það varð fyrir sem börn; Trúarsöfnuðir vita þetta, þess vegna er ofuráhersla lögð á að ná til barna.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband