Formaður Framsóknarflokksins talar skýrt.

Það er mikið rétt hjá Sigmundi Davíð að tilraunir til þess að gera stjórnarandstöðun ábyrga fyrir starfi núverandi stjórnarflokka, með því að ræða um ábyrgð Alþingis í heild á málum öllum, eru fráleitar.

Því fyrr því betra sem menn hafa bein í nefinu til þess að vísa slíku á bug.

Jafnframt er það bráðnauðsynlegt öllum þeim er taka þátt í stjórnmálum hér á landi að draga mörk á milli, annars vegar algjörrar ríkisforsjár og hins vegar útfærslu á möguleikum einstaklinga til þess að eiga frumkvæði og aðkomu að atvinnulífi einnar þjóðar.

Þau hin sömu skilyrði má ekki drepa í dróma með einokun ríkisins á nær öllum sviðum, og skattalegu offari.

Það var einnig stórhollt fyrir núverandi ráðamenn að heyra það að stjórnarhættir á hinu háa Alþingi hafa ekkert breyst við innkomu þeirra hinna sömu við valdataumanna, þrátt fyrir tal um allt annað.

Ef það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum nú um stundir, sem endranær þá er að tala skýrt og hreint út um hlutina eins og þeir eru.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Erum stödd í sósíalistakreppu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband