Vill borgarstjórinn í Reykjavík útskýra þessar tilraunir Orkuveitunnar ?

Ég þurfti ekki að kíkja á jarðskjálftavefinn, til að vita að aftur væru hafnar tilraunir við Hellisheiðarvirkjun, enda nágranni Hellisheiðar hér í uppsveitum Hafnarfjarðar.

Það er lágmark að menn upplýsi betur um þetta verkefni og mér best vitanlega er Orkuveita Reykjavíkur undir stjórn Reykjavíkurborgar.

Erum við nágrannar Hellisheiðar óhjákvæmilega þáttakendur í einhverju sem við höfum ekki hugmynd um hvað getur orsakað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn skjálftar á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Þarna; vil ég taka undir með þér, alfarið, fornvinkona góð.

Þið syðra - sem við eystra; og aðrir landsmenn raunar líka, eigum heimtingu á, að fá rökstuddar skýringar, á þessu Helvízka brambolti, Guðrún mín.

Nógsamlega; fengu mannvirki, hér austanfjalls að jagast - árin 1991 - 1999, áður en stóru skjálftarnir skóku svæðið, í Júní 2000 - svo og, í Maí 2008, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar.

Já mér finnst þörf á frekari skýringum í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2011 kl. 01:09

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég var að vinna þarna fyrir nokkrum árum og þá voru þessar niðurdælingar í gangi en engin var skjálftavirknin þá svo hvað hefur breyst ???

Magnús Ágústsson, 28.9.2011 kl. 03:48

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt, takk fyrir þitt innlegg Magnús.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.9.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband