Hvar eru hugmyndirnar um atvinnusköpun í landinu ?

Bæði sitjandi stjórnvöld sem og forkólfar Samtaka atvinnulífs í landinu eiga að vera með hugmyndir fram að færa um nýja atvinnumöguleika, en hugmyndir þær hinar sömu eru ekki á takteinum, því miður, sem heitið geti.

Nú þegar á að taka eitt stykki ákvörðun um það að auka fiskveiðar við landið undir formerkjum strandveiða, er skapar atvinnu og lifibrauð til handa landsmönnum á tímum sem þessum.

Til dæmis væri tilvalið að taka eins árs tilraunaverkefni í gang á Suðurnesjum með veiðar sem slíkar árið allt um kring, þar sem skortur á atvinnu er hvað mestur á landinu og í raun ótrúlegt að slíkt skuli ekki nú þegar komið í gang.

Tól og tæki eru til, sem og kunnátta til verka, ásamt fiskmörkuðum, en það vantar ákvörðun stjórnvalda.

Ein hugmynd en fleiri eru til og það sárvantar hugmyndaflæði um atvinnusköpun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Atvinnuleysið er dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband