Hvers vegna þarf nýtt sjúkrahús, undir einn hatt ?

Ástæðan er sú að sjúklingum fjölgar eftir því sem árin liða og úr sér gengnar byggingar, sumar að niðurlotum komnar eins og Fossvogurinn, eru sú starfsaðstaða sem heilbrigðisstéttir hafa mátt búa við nokkuð lengi.

Starfsaðstaða þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur þrengt að sér til að koma meiri starfssemi fyrir til handa sjúklingum.

Þetta vill gleymast í þessari umræðu, hins vegar er það stjórnvalda að segja til um hvort hið opinbera hefur efni á því að ráðast í þessar framkvæmir á þessum tímapunkti núna.

Hvað varðar staðarvalið er mín eina athugasemd í því efni að Vatnsmýrin er svæði sem stendur lágt og við mögulega hækkandi sjávarhæð eða flóð er sá staður ef til vill ekki sem bestur.

Sú röksemd að sjúkrahúsið þurfi að vera nærri Háskólanum vegna kennslu er eitthvað sem ég tel ekki rök í þessu efni því nemar komast á milli staða úr öðrum skólum í verknám jafnvel lengri vegalengdir.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Eins og Dúpló við hlið Legó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband