Sterk stjórnarandstaða skiptir miklu máli, með veika ríkisstjórn við völd.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar njóta ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt könnunum sem hafa verið gerðar að undanförnu og það atriði að þeir hinir sömu flokkar skuli á sama tíma reyna að koma í gegn meiriháttar stjórnkerfisbreytingum varðandi valdatilfærslu, er með ólíkindum í raun.

Allan tíma þessarar ríkisstjórnar hefur það verið viðtekin venja að kenna stjórnarandstöðu um allan vandræðagang þann sem stjórnin hefur af sjálfsdáðum komið fram með s.s. Evrópusambandsumsókn þegar önnur verkefni voru brýnni innanlands, osfrv.......

Sterk ríkisstjórn þakkar öfluga stjórnarandstöðu í stað þess að kveinka sér undan slíku, þar liggur munurinn meðal annars á sterkri ríkissjórn og veikri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband