Um daginn og veginn.

Aldrei þessu vant settist ég fyrir framan sjónvarpið og sá heimildamynd um hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir áratug.

Myndin var mjög fróðleg, einkum og sér í lagi varðandi baksvið ákvarðanatöku æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tíma.

Heimurinn er ekki samur á eftir, og hryðjuverkin í Noregi hafa nú nýlega vakið okkur Norðurlandabúa til vitundar um ógn til staðar er stafa kann af hugmyndum manna til þess að koma boðskap sínum á framfæri með því að vanvirða mannslíf.

Það skiptir engu máli hvaðan slíkur boðskapur kemur, hann ber að fordæma.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband