Lækka þarf tekjuskatta við hrun eins samfélags, eðli máls samkvæmt.

Hér á árum áður reyndar áður en ég fæddist, sátu menn við stjórnvölinn hér á landi sem höfðu vit á því að lækka tekjuskatta tímabundið í samdrætti eins samfélags, til þess að örva hagkerfið og halda því gangandi.

Hækkun skatta á allan almenning í slíkum aðstæðum er eitt stykki meðal sem leiðir af sér stöðnun hagkerfisins, þar sem hvati til vinnuþáttöku verður vart fyrir hendi sem aftur leiðir af sér enn frekari útgjöld hins opinbera allra handa.

Sífellt minni innkoma skatta til handa hins opinbera ár eftir ár í samdrætti, er eðlileg afleiðing af ofsköttun hvers konar sem ekki tekur tillit til aðstæðna í einu samfélagi.

Tímabundin lækkun tekjuskatts kann að koma hagkerfinu í gang að nýju þar sem fjármunir skila sér til baka í virðisaukaskatti og vexti fyrirtækja er einnig skila sköttum í stað þess að leggja upp laupana.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekjur og gjöld ríkisins dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er hægt að lækka skatta en það mun þá augljóslega þíða ennþá stórfelldari niðurskurð á ríkisútgjöldum.  30% niðurskurður. Það þarf að breyta lífeyrirskjörum opinberra starfsmann og þann slag þarf að taka því fyrr því betra. Væntanlega þarf að hækka ellilífeyrismark upp í 70 ár og ótalmargt annað óþægilegt. Það þarf að hindra skattsvik enda er hluti auk þess að þiggja atvinnuleysisbætur og það þarf að taka á því föstum tökum.  Varla eru menn svo skini skroppnir að taka skattalækkarnar að láni?? Íslensk velferð er og verður einungis borguð af íslendingum sjálfum og skuldasöfnunin við og eftir hrun er geigvænleg.  Menn þora ekki að skera niður og raunar voru menn komnir hátt með skattana fyrir hrun.  Sú kenning að hér fari allt að blómstra með skattalækkunum sem munu stækka hagkerfið eru því miður raunveruleikafyrrtar. Raunar er kaupmættinum haldið uppi með gjaldeyrishömlum og gengismúr oh síðasta kauphækkun var í raun innistæðulaus. Örmyntin krónan er í raun 3 gjaldmiðlar það er haftakrónan, verðtryggða krónan og aflandskrónan sem er nær raungengi krónunnar, hvort sem okkur líkar betur en verr.

Það byggist ekki upp neitt vitrænt hagkerfi með smáum fyrirtækjum á bak við þennan múr. Síðasta útboð Seðlabankans misheppnaðist þar voru menn að reyna að koma krónunni á 220 Íkr per Evru og enginn vildi kaupa meðan aflandsgengið er 260 Íkr per Evru. Að setja gengið á flot mun þýða 50-80% gengisfellingu íslensku krónunnar.  Halli á ríkisútgjöldum og áframhaldandi skuldasöfnun og of lítill afgangur á viðskiptum við útlönd vita ekki á gott.  Gengishömlurnar verða alla vega út 2015 í 4 ár til viðbótar.

Íslenska þjóðarkakan er að skreppa saman og það hefur allt of hægt miðað við að skera niður útgjöldin. Menn eru með naglaklippur þegar þarf að nota vélsög.  Það er verið að kremjast við að ná saman fjárlögum með 40 miljarða halla á næsta ári þegar það er búið að undanskilja vaxtagreiðslur sem voru á síðasta ári næst hæsti útgjaldaliður fjárlaga. 

Íslenskt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, tryggingarkerfi, byggðastefna og velferðarkerfi atvinnuvega er borgað af íslenskum skattakrónum og engu öðru.  Atvinnuleysisbætur einnig.  

Forsenda vaxtar eru ekki til staðar. Það að lækka álögur á bensín og olíu eykur einungis á innflutning án þess að það skili sér í aukinni þjóðarframleiðslu og við erum með ódýrasta eldsneyti í vestur Evrópu og verðið mun hækka enda er framboðið að minnka og eftirspurnin að aukast.

Það eru tvær leiðir að starta með niðurskurðarferlið núna 30% niðurskurður og hætta skuldasöfnun og fara að borga af skuldum. Eftir 2 ár þurfum við að leita út á alþjóðlegan lánamarkað sem verður hrikalegt.  Hin leiðin er náttúrlega að lánaog lána þangað til það segir stopp og þá þurfum við kanski að koma með 50% niðurskurð.

Gunnr (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 08:36

2 identicon

Skattekjur íslenska ríkisins verða um 410 miljarðar og útgjöldin skv. fjárlögum 2011 um 514 miljarðar og væntanlega nær lagi 540 miljarðar og kannski ennþá hærri.  Þetta þýðir 120-140 miljarða niðurskurð og ef við náum tökum á þessu getum við náð niður vöxtunum enda snareykst áhættan að lána íslenska ríkinu og hvað þá sveitarfélögum ár frá ári. Hver vill lána einstaklingi þar sem tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum og síðan fær hann lánað fyrir vöxtunum í þokkabót?

Klárlega er komið upp í þak hvað varðar skattlagningu og langt yfir þak hvað varðar skuldasöfnun enda verður það svo að svigrúmið er ekkert til að standa í einhverjum mildandi aðgerðum.
Þessi niðurskurður í ríkisútgjöldum og hjá sveitarfélögum mun augljóslega auka á atvinnuleysið. Ef við skerum ca. 30% núna og náum tökum á útgjöldunum mun það styrkja lánstraustið og gjaldmiðilinn ef við höldum áfram á óbreyttri braut verður stigið á bremsurnar fyrir okkur þanning að enginn vill lána okkur og það mun þýða 50% niðurskurð. Okkur var ráðlagt að skera niður straks við hrun og þá hefðum við verið í miklu betri málum en það var óþægilegt enda þjóð og þingheimur upptekin af Icesave og núna upptekin að ESB viðræðum/samningum.
 

Gunnr (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 09:27

3 identicon

Yfir 100 miljarða halli kanski 120-150 miljarða niðurskurð til að fara að greiða af lánumog síðan 30-50 miljarða skattalækkun og lækkun á olíu/bensíni þýðir já 150-200 miljarða niðurskurð.

Fara síðan yfir fjárlagafrumvarpið þar er hægt að skera niður alla liði nema vaxtagjöldin, því miður. 

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=&sbr=on

1. Ef við legðum af atvinnuleysisbætur 24 miljarðar í atvinnuleysisbætur, og allt fæðingarorlof, 8 miljarðar í fæðingarorlof, alla utanríkisþjónustuna 10 miljarðar og þar er öll utanríkisþjónustan lögð niður á einu bretti, við gætum þá lagt niður allt Sjávarútvegsráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið og allt sem fylgir þeim málaflokki og þá eru 18 miljarðar þetta gerir saman um 60 miljarða og þá eigum við eftir 60 miljarða í viðbót..... hmmmm.

2. Síðan getum við lagt niður alla háskóla/tækniháskóla á Íslandi 14 miljarðar, lokað Lánasjóðnum (hætt að lána og rekið alla sem vinna þar) þá sparast 8 miljarðar síðan getum við lagt niður symfóníuhljómsveitina og hætt öllum stuðningi við listir samanlegt gerir þetta 1,5 miljarð.  Þá erum við komin í 23,5 segjum 24 miljarða og með lið 1 erum við komin í 84 miljarða.

Betur má ef duga skal.
3. Við leggjum af Alþingi og alla stjórn ríkisins, við leggjum niður forsætisembættið og þingfundir fara fram heima hjá ráðherrum sem augljóslega fá engin laun fremur en Alþingismenn sem geta hists niður einvers staðar niður í bæ á eigin reikning. Lagt af forsetaembættið og alla starfsemi þar. Þetta myndi spara um 4 miljarða. Þá erum við komin í 88 miljarða.

4. Hér þarf greinilega að bæta um betur við skerum niður útgjöld til sjúkratrygginga sem þýðir að kostnaðurinn leggst á sjúklinganna óbætt það sparar 10 miljarða ef við skerum allt niður það er um 26 miljarðar.

Já þá erum við komin í 124 miljarða og getum þá loksins farið að skera niður fyrir skattalækkununum.... 

Gunnr (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 09:53

4 identicon

Heildarskattheimtan er yfir 400 miljarðar og ef við ætlum að lækka skatta um 10% þýðir það 40 miljarða.

5. Það fara 32 miljarðar í Landspítalann við getum bara lagt hann niður með manni og mús og sjúklingar og ættingjar þeirra gætu reynt að leita tilboða í Kína eða Asíu eða já á Ebay.

Þarna er inni bæði lyfjakostnaður, krabbameinsmeðferð, hjartaaðgerðir og meðferð geðsjúkra. Það væri hægt að dreifa fólki um landið á dulklædd hjúkrunarheimili dulbúin sem sjúkrahús en það hefur löngum verið tíðkað að senda "dýra" og flókna og alvöru veika sjúklinga suður en haldið í gamalmenni í byggðum landsins enda ekki grundvöllur fyrir alvöru sjúkrahúsi með upptökusvæði á 2-5 þúsund manns og jafnvel færra en það í raun.

Við gætum lagt niður Umhverfismálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið með manni og mús.

Eftirlaunagreiðslur opinberra starfsmanna og ofureftirlaunaþeganna eins og ritsjórans í Hádegismóum og annara þau má ekki snerta.

Ég setti þetta óraunverulega dæmi til að benda á hvað þarf til enda held ég að meginþorri almennings gerir sér litla grein fyrir því enda byggist umræðan á óskhyggju, Morfískenndum ræðum en það koma fáir með neinar hugmyndir.

Gunnr (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 17:00

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þökk fyrir þitt innlegg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband