Íslenska sauðkindin hefur haldið lífi í þjóðinni gegnum aldir.

Sem bóndadóttur í islenskri sveit austur undir Eyjafjöllum, var það hluti af mínu uppeldi að týna alla þá ullarlagða sem fundust úti í haga til nytja fyrir land og þjóð.

Ég var ekki mikið hærri en kindurnar með föður mínum í fjárhúsunum öllum stundum en síðar mátti ég gjöra svo vel að nota og nýta orku í spretthlaup við að smala kindum í hús eða reka úr túni við hin ýmsu tækifæri, sem á tímabili unglingsára var nú töluvert vesen að manni fannst.

Svo fór ég að vinna fjórtán ára í Þykkvabænum í sláturtíð sem aftur gaf aukið innsæi á mikilvægi sauðkindarinnar í íslensku samfélagi.

Þremur árum síðar og næstu tíu árin vann ég við það að selja afurðir af íslensku sauðkindinni hjá SS.

Nú í dag sit ég við að prjóna úr ullinni af íslenskum kindum sem eiga í mínum huga heiður af tilvist sinni hér á landi og þrífast vel innan marka svo fremi maðurinn setji þau hin sömu mörk hvarvetna sem þarf.

Að bjarga kind úr gjá er því þjóðþrifaverk.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kind bjargað úr gjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband