Hver þingmaður þarf að geta rætt öll mál samfélagsins.

Því miður hefur það viljað brenna við hér á landi síðustu áratugi að kjörnir þingmenn einangri sig við ákveðna málaflokka og taki varla til máls um nema afmörkuð málasvið. Þetta er mjög slæm þróun að mínu viti menn ( konur eru menn) hvoru tveggja þurfa og verða að láta sig mál öll varða sem kjörnir þingmenn á Alþingi. Ef menn vita ekki nógu mikið þá er það einfalt að kynna sér það og leggja smá vinnu í það atriði. Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna þingmanninn Sigurjón Þórðarson sem dæmi um þingmann sem hefur lagt sig í líma við að kynna sér ALLA málaflokka og frá þeim degi er sá hinn sami var kjörinn til þings hefur hann tekið ríkan þátt í þjóðfélagsumræðu um hin einstöku mál ásamt þingstörfum á Alþingi og enn hefi ég ekki fundið mann sem kemst með hælana þar sem hann hefur tærnar í því efni. EF þið getið bent mér á dæmi  um athafnasamari þingmenn , þá endilega gerið það ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband