Víkingabardagar nútímans sem eiga að heita stjórnmál.

Það vílar ekki fyrir lengur að " vega mann og annan " með orðum er koma í stað spjóta og axa er notuð voru í gamla daga hér á landi. Rætt eru um stjórnmálaflokka sem ruslakistur og fólk er flokkað á bása í fyrsta, annan og þriðja flokk að virðist allt eftir því hvaða maður telur sig þess umkominn að viðhafa slíka aðferðafræði. Aðferðafræði sem lítt ber vott um virðingu fyrir lýðræði eða skoðunum annarra samferðamanna. Hver þingmaður sver eið að stjórnarskránni við setu á Alþingi og heitir því að fylgja sannfæringu sinni. Samræmist sú hin sama sannfæring ekki lengur þeim flokki sem viðkomandi tilheyrir þá er það svo að þingmenn geta yfirgefið þá flokka sem þeir upphaflega töldur sig ganga erinda fyrir. Ástæður og útskyring hvers og eins í því efni er því þess er á heldur og upplýsing þess hins sama til handa kjósendum sínum eru veittu honum brautargengi til þings. Það er áberandi hve mjög talsmenn allra flokka sjá hér ofsjónum yfir komu Kristins H. Gunnarssonar til liðs við Frjálslynda flokkinn en í ljósi óánægju hans nær allt kjörtímabilið sem hann hefur látið frá sér fara ætti ef til vill engan að undra í raun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband