Um daginn og veginn.

Það gengur ekki nógu vel hjá mér að ná minni heilsu til baka, enn sem komið er eftir stöðuga sjúkraþjálfun síðustu tíu mánuði og tilraunum til þess að vinna á þvi tímabili, þar sem ég þurfti frá að hverfa.

Ég ætla hins vegar ekkert að gefa upp vonina frekar en fyrri daginn, að tíminn komi til með að hjálpa í því efni en ég bíð nú eftir að heyra frá sérfræðingi i bæklunarlækningum sem minn heimilislæknir sendi mig til.

Óhjákvæmilega er maður utangarðs í þjóðfélaginu þegar maður er ekki í vinnu, hafandi verið í vinnu allt sitt líf og það atriði að taka á því er kapítuli út af fyrir sig.

Það er hins vegar svo að maður fær nýtt verkefni upp í hendur sem maður þekkir ekki og þarf að takast á við, og úr því verður að vinna hvers eðlis sem er.

Annað er ekki í boði.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sendi þér batakveðjur Guðrún María mín  gangi þér vel að ná heilsunni til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 08:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband