Hinn gullni meðalvegur er vandrataður.

Of mikill niðurskurður hins opinbera getur vissulega leitt af sér stöðnun í efnahagslífi og tilraunir til þess að hækka skatta á sama tíma í topp eru ekki gott meðal í hagkerfi, þar sem aukið atvinnuleysi skilar ekki sköttum.

Því miður hefur ákveðinnar tilhneigingar gætt í nútíma stjórnmálum að mikilvægi þess að reka ríkissjóð á núlli milli ára, sé ofar því að almenningur geti með góðu móti greitt skatta og gjöld hins opinbera.

Ein kynslóð á ekki að þurfa þess að taka á sig alfarið, tap hins opinbera af niðursveiflu, heldur er það verkefni stjórnmálamanna að dreifa álagi af slíku sem mest milli kynslóða með skynsamlegri fjármálastjórn og langtímahugsun.

Eigi að síður er hinn gullni meðalvegur vandrataður í þessu efni, nú sem fyrr.

kv.Guðrún María.


mbl.is Varar við of miklum niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Guðrún, þetta er rétt hjá þér.

Það skiptir líka miklu máli hver ákveður, og hvernig, hinn gullna meðalveg skal ganga, til að réttlætis sé gætt í hvívetna á siðmenntaðan og þróaðan hátt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband