Eitt mikilvægasta réttlætismál síðari tíma.

Það gleymdist að allt of stór hópur í íslensku samfélagi varð á eyðieyju þegar lagt var niður kerfi Verkamannaíbúða, þar sem þeir hinir sömu gátu tekjustöðu sinnar vegna ekki fest kaup á húsnæði jafnvel fyrir lifstíð í sömu tekjustöðu fullra launa á vinnumarkaði.

Á sama tíma var tekið upp kerfi vaxtabóta til handa þeim sem gátu keypt húsnæði en húsaleigubætur með öðrum forsendum til handa leigjendum.

Þrátt fyrir húsaleigubætur til handa leigjendum á almennum markaði gerðu þær hinar sömu ekki nóg til þess að ákveðnir hópar tekjulágra gætu verið jafnstaddir þeim sem gátu keypt og notið vaxtabóta, með tilheyrandi álagi á félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélaga.

Það átti ekki að þurfa til að koma hrun i einu samfélagi til þess að menn áttuðu sig á þessu misræmi í skipulagi mála.

Hugmyndir um húsnæðisbætur hins vegar, er að jafna aðstöðu manna í þessu efni, er eitthvað sem sannarlega ber að fagna og vonandi finna menn færa lausn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekur undir beiðni sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband