Formaður Framsóknarflokksins fer á kostum í Hólaræðu.

Það er orðið nokkuð langt síðan að stjórnmálaleiðtogi hefur hafið sig svo vítt yfir sviðið eins og Sigmundur Davíð gerir í þessari ræðu sinni.

Það er hins vegar sannarlega fagnaðarefni og til eftirbreytni.

Raunin er sú að hann dregur fram þær spurningar sem spyrja þarf í íslenskum stjórnmálum varðandi grunngildi eins samfélags og mikilvægi þess að standa vörð um leikreglur þær sem menn eru sammála um að skuli gilda til framtíðar.

Umræða hans um tíðarandann er afskaplega góð greining á einu samfélagi líðandi stundar og holl lesning.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vegið að leikreglum réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú bara fyrirgefur Guðrún mín. Skil hvorki upp né niður í þessari orðræðu
formanns Framsóknar. Eitthvað svo opin og óljós í alla enda. Enda ástæða þess að ég gékk úr flokknum fyrir margt margt löngu!  ALSÆLL!!
En, samt góð kveðja til þín. :)



Tilvís. www.afram-island.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2011 kl. 00:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur,

gaman að sjá þig og takk fyrir innleggið.

Framsóknarflokkurinn mun verða forystuafl nýrra tíma innan stundar, sjáðu til.

góð kveðja.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband