Hafa íslensk stjórnvöld einhverjar áhyggjur af verðfalli markaða ?

Í hádegisfréttum Ruv var rætt við formann Framsóknarflokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson, varðandi fund í efnahags og viðskiptanefnd sem er víst kominn á dagskrá á fimmtudaginn, en áður hafði beiðni hans um fund verið hafnað nokkru fyrr.

Það kom fram í máli hans að óskað væri eftir nærveru forsætisráðherra einnig á fundi þessum en ekki væri ljóst hvort af slíku yrði.

Hvers vegna heyrist ekki orð frá sitjandi ríkisstjórn hér á landi um þá heimskrísu sem er að virðist í sjónmáli til handa almenningi hér á landi gegnum fréttamiðla ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Óttast verðfall á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Góðan daginn! Góð spurning hjá þér Guðrún María, mér kom í hug að svarið við spurningu þinni væri helst sú að ekki þyrfti að bregðast við þessu vegna þess að þessi ríkisstjórn er ákveðin í að koma landinu inn í ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr og þá lagar Evrópubankinn þetta allt saman. Kæmi ekki á óvart að ríkisstjórnin héldi það.

Sandy, 8.8.2011 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sandy.

Já óhjákvæmilega kemur það upp í hugann.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.8.2011 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband