Mikið rétt, hin pólítíska óvissa kostar fjármuni.

Breski viðskiptaráðherrann hefur rétt fyrir sér varðandi það atriði að lækkun á mörkuðum var fyrirsjáanleg í ljósi óvissu um deilur á Bandaríkjaþingi um hækkun skuldaþaks.

Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjármálakerfi heims eru ofþanin og hvers konar tilraunir til þess að flýja raunveruleikann í því hinu sama ástandi lenda fyrr eða síðar á stjórnmálamönnum er standa í forsvari þjóða heims.

Það vantar hugmyndir um leiðir út úr vanda þeim er við blasir í efnahagslegri dýfu á heimsvísu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lækkunin fullkomlega fyrirsjáanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ætli þessir markaðir allir séu ekki bara, eins og illa prjónuð flík?   Svoleiðis flíkur lagast ekkert, nema með því að þær séu raktar upp og byrjað upp á nýtt.

Galinn yrði hins vegar í þessu tilfelli, að það væri nær örugglega almenningur sem fengi að kenna á því, frekar en þeir sem prjónuðu flíkina...........

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.8.2011 kl. 02:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn Karl.

Jú það er sennilega nokkuð mikið rétt hjá þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.8.2011 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband