Það vantar ekki fleiri stjórnmálaflokka hér á landi.

Ég bað Guð að hjálpa mér þegar ég hlýddi á frétt í sjónvarpi í kvöld þess efnis að stjórnlagaráðsfulltrúar hefðu hug á að stofna stjórnmálaafl.

Raunin er sú að almenningur hér á landi sem vill breyta, hvoru tveggja þarf og verður að gefa sér tíma til þess að taka þátt í stjórnmálum, þar sem sú flokkaflóra sem nú er til staðar er sannarlega nægilega fjölbreytt.

Það er nefnilega ekki nóg að kasta sífellt steinum úr glerhúsi í stjórnmálamenn en koma þar aldrei hvergi nærri eins og margir kverúlantar samtímans gera að mínu áliti.

Ef menn vilja vinna baráttumálum sínum brautargengi þá eru þess vegir færir frá hægri til vinstri í íslenskri flokkaflóru.

Áhrifaleysi smáflokka á þingi er algert sem aftur engum tilgangi skilar í raun.

Með öðrum orðum íslenskum stjórnmálaflokkum er hægt að breyta innan frá ef menn telja þörf á slíku.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband