Tímabil þessarrar ríkisstjórnar hefur verið vandræðagangur.

Það mátti vitað verða frá upphafi að frá því að stjórnarsáttmáli var smíðaður þess efnis, m.a. að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þar sem annar flokkurinn sveik hluta kjósenda sinna með því að undirskrifa slíkt samkomulag, yrði friður ekki mikill innanborðs.

Það hefur komið á daginn og einn þingmaður yfirgefið VG, á kjörtímabilinu og aðrir sagt sig úr þingflokk þeirra.

Einstefna hins ríkisstjórnarflokksins Samfylkingar varðandi aðildarferli að Evrópusambandinu jaðrar við trúarbrögð þar sem flokkurinn virðist vart þess umkominn að ræða núverandi ástand mála á Evrusvæðinu sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir, því fer svo fjarri.

Seint mun finnast eins ótímabær aðildarumsókn að bandalaginu og sett var fram af hálfu núverandi stjórnvalda, sem heldur hefðu mátt einbeita sér að innanlandsverkefnum eftir hrun í einu samfélagi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rúmlega þriðjungur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband