Munu makrílveiðarnar stöðva Evrópusambandsferlið ?

Það skyldi þó aldrei vera að ein fiskitegund í Norður Atlantshafi verði til þess að stöðva ferli aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.

Hér er vissulega á ferðinni barátta um hagsmuni innan lögsögu viðkomandi ríkja, þar sem umbreyting hefur orðið til varðandi tilvist þessa fiskistofns hér við land.

Ég sá ekki betur en að okkur Íslendingum hafi verið hótað viðræðuslitum aðildarviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið ef við látum ekki af því að veiða makríl, en fróðlegt verður því að fylgjast með því hvert framhald verður í því hinu sama máli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukin makrílveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband