Varðstaðan um hin siðlegu gildi er okkar allra.

Hryðjuverkin í Noregi verða aldrei útskýrð á annan hátt en hryðjuverk þar sem hvers konar pólítísk sjónarmið eru annars eðlis en slíkt voðaverk sem þar er um að ræða.

Það örlar á því hér á landi að menn reyni að túlka umræðu sem ætti að banna sökum þess að þar sé um hægri öfga sé að ræða í kjölfar þessa atburðar.

Ég vara við slíku, þar sem hvarvetna sem menn standa í stjórnmálum er fordæming á atburðum þessum alger, sökum þess að slíkt er fjarri siðlegum gildum, hvers konar.

Það er okkar allra að standa vörð um siðleg gildi vors mannlífs á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband