Sjálfbær þróun er verkefni sem þarf að vinna.

Sjálfbær þróun í einu samfélagi kemur ekki af sjáflu sér heldur er þar um að ræða verkefni sem þarf að vinnast af þeim er móta atvinnustefnu , markaðsforsendur og síðast en ekki hvað sist skattalandslag. Í fyrsta skipti er loksins farið að ræða hagræna hvata varðandi það atriði að leggja gjald á mengandi þætti svo sem eyðslufrek ökutæki sem fyrir löngu síðan hefði átt að koma til hér á landi. Nákvæmlega þetta atriði kann nefnilega að breyta þvi hvernig aðferðafræði er viðhöfð við skipulag í atvinnuvegum svo sem matvælaöflun til lands og sjávar. Það skiptir einnig máli að við þessi þjóð sem eigum svo og svo mikið magn af ræktuðu landi , sjáum til þess að það land haldist áfram nytjað. Þetta ræktaða land er nefnilega ein af okkar auðlindum að mínu viti og kann að koma að góðum notum þegar og ef veðurfar í veröld vorri breytist hvað varðar matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nú þegar vel menntað fólk sem hefur góða vitund á hinum ýmsu sviðum um mikilvægi þess að þróa sjálfbært samfélag og þá þekkingu eigum við að nýta til fulls.

kv.

gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband