Umfang lćknamistaka.
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Ţađ er löngu tímabćrt ađ Landlćknisembćttiđ hér á landi hefji rannsókn á umfangi mistaka í heilbrigđisţjónustu. Ţađ kemur fram í Mbl í dag ađ ef alţjóđlegar kannanir í ţessu efni eru heimfćrđar upp á Ísland, ţá gćtu 200 ótímabćr dauđsföll hugsanlega átt sér stađ á sjúkrastofnunum hér á landi. Ţađ er há tala í okkar litla ţjóđfélagi og hvoru tveggja sjálfsagt og eđlilegt ađ öllum ráđum sé beitt til ţess ađ koma megi í veg fyrir möguleg mistök. Ein forsenda ţess ađ mögulegt sé ađ rekja alla ađkomu sjúklinga í heilbrigđiskerfiđ er skráning og gagnagrunnur sem eftirlitsađili hefur ađgang ađ en sú forsenda hefur hreint ekkert veriđ fyrir hendi hér á landi, ţótt mál horfi til bóta og veriđ sé ađ bćta úr. Jafnframt ţarf ađ vera til skráning er tekur miđ af niđurstöđum dómsmála sem rekin hafa veriđ fyrir dómstólum í ţessu efni, ţví til skamms tíma var sú leiđ, eina leiđin fyrir ţá ađila sem lentu í heilsutjóni vegna mistaka. Landlćknir Bretlands, Sir Liam Donaldsson bendir á ţađ atriđi ađ sjúklingar sem lent hafa í slíku og ađstođ ţeirra viđ ađ upplýsa um orsakir sé mikilvćgur ţáttur. Samtökin Lífsvog sem stofnuđ voru 1995 af ţolendum lćknamistaka eru enn til og ţau ađstođa fólk og leiđbeina sem telur sig hafa lent í slíku. Til ţess tíma ađ ţau samtök voru stofnuđ var orđiđ lćknamistök varla til og algjört tabú, en frá ţeim tima og fyrir atörku ţeirra kvenna sem ţar fóru fyrir , rann mikiđ vatn til sjávar og ný sjúklingatryggingalöggöf leit dagsins ljós frá hinu háa Alţingi sem eftir á ađ koma í ljós hvernig nýtist sjúklingum.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.