Umfang læknamistaka.

Það er löngu tímabært að Landlæknisembættið hér á landi hefji rannsókn á umfangi mistaka í heilbrigðisþjónustu. Það kemur fram í Mbl í dag að ef alþjóðlegar kannanir í þessu efni eru heimfærðar upp á Ísland, þá gætu 200 ótímabær dauðsföll hugsanlega átt sér stað á sjúkrastofnunum hér á landi. Það er há tala í okkar litla þjóðfélagi og hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að öllum ráðum sé beitt til þess að koma megi í veg fyrir möguleg mistök. Ein forsenda þess að mögulegt sé að rekja alla aðkomu sjúklinga í heilbrigðiskerfið er skráning og gagnagrunnur sem eftirlitsaðili hefur aðgang að en sú forsenda hefur hreint ekkert verið fyrir hendi hér á landi, þótt mál horfi til bóta og verið sé að bæta úr. Jafnframt þarf að vera til skráning er tekur mið af niðurstöðum dómsmála sem rekin hafa verið fyrir dómstólum í þessu efni, því til skamms tíma var sú leið, eina leiðin fyrir þá aðila sem lentu í heilsutjóni vegna mistaka. Landlæknir Bretlands, Sir Liam Donaldsson bendir á það atriði að sjúklingar sem lent hafa í slíku og aðstoð þeirra við að upplýsa um orsakir sé mikilvægur þáttur. Samtökin Lífsvog sem stofnuð voru 1995 af þolendum læknamistaka eru enn til og þau aðstoða fólk og leiðbeina sem telur sig hafa lent í slíku. Til þess tíma að þau samtök voru stofnuð var orðið læknamistök varla til og algjört tabú, en frá þeim tima og fyrir atörku þeirra kvenna sem þar fóru fyrir , rann mikið vatn til sjávar og ný sjúklingatryggingalöggöf leit dagsins ljós frá hinu háa Alþingi sem eftir á að koma í ljós hvernig nýtist sjúklingum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband