Sporin hræða, varðandi tilflutning verkefna millum stjórnsýslustiga hins opinbera.

Það hefur löngum verið um það rætt að flutningi skólanna yfir til sveitarfélaga hafi ekki fylgt fjármagnsgrundvöllur sem skyldi, einkum og sér í lagi eins og ég skil það mál var þar um að ræða verðmat á húseignum við tilflutning en nægilegir tekjustofnar til reksturs virtust ekki vera fyrir hendi fullkomlega í málaflokknum.

Á hinn bóginn má segja að spurning um forgangsröðun fjármagns innbyrðis í sveitarfélögum varðandi rekstur skólanna hafi mátt lúta öflugri skilyrðum og samræmingu en var fyrir hendi við tilflutning verkefna þessarra.

Það kann þvi ekki góðri lukku að stýra að búið sé að taka ákvörðun um tilfærslu
á málefnum fatlaðra án þess að fjármögnun þess hins sama hafi verið meðferðis við þá hina sömu ákvarðanatöku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áætlunin verði tilbúin í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband