Kerfi mannsins og virkni þeirra hér á landi.

Við höfum kvótakerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, fjármálakerfi og almannatryggingakerfi, ásamt verkalýðshreyfingu sem á að þjóna okkur, en hvert og eitt einasta kerfi er annmörkum háð og það atriði að sníða af annmarka þessa gegnum árin er eitthvað sem manninum hefur tekist misvel að framkvæma.

Fjármálakerfi þar sem verðtrygging útlána fjármálastofnanna er fyrir hendi en ekki verðtrygging kaupgjalds er ávísun á rússneska rúllettu óumbreytanleika í íslensku hagkerfi, þar sem hagsmunir launþega eru fyrir borð bornir með skipulaginu.

Almannatryggingakerfið er enn þann dag í dag nær ófetanlegur frumskógur reglugerða sem settar hafa verið af ráðherrum á ýmsum tímum en alþingismenn ekki gefið sér tíma til þess að grisja þar hinn samvaxna frumskóg.

Sem eitt lítið dæmi, hvað mig sjálfa varðar, er ekki hægt að skipta slysadagpeningum í hlutföll meðan hægt er að skipta sjúkradagpeningum, varðandi starfshlutfall viðkomandi aðila er lendir í því að slasa sig, þannig að vinnuveitandi fær 100% greiðslur almannatrygginga þótt launþegi sé í 75% starfi, en 25% atvinnulaus með skráningu hjá Vinnumálastofnun á slysadegi.
Það er því áleitin spurning til hvers viðkomandi var skráður með hlutaatvinnuleysi, þar sem tryggingar eru engar.

Því miður á núverandi kvótakerfi sjávarútvegs og heilbrigðiskerfið nokkuð sammerkt, einkum og sér í lagi varðandi það atriði að fáum útvöldum hefur verið fært á silfurfati tækifæri til atvinnu, handhöfum kvóta framsal og leiguheimildir en sérfræðingum í einkastofulækningum heimild til þess að viðhafa beint aðgengi sjúklinga með niðurgreiðslu hins opinbera.

Á sama tíma vantar einyrkja störf í sjávarútvegi sem þeir komast ekki að vegna þess að þeir sem hafa heimildir til veiða þykjast "eiga" þær hinar sömu heimildir, en einnig vantar heimilislækna að störfum í grunnþjónustu við heilbrigði, vegna skipulagsins þess hins sama, þar sem niðurgreiðsla til sérfræðiaðgengis "kostar" svo mikið að ekki er hægt að breyta um áherslur.

Þingmenn hafa því hopað um hæl varðandi umbreytingar vegna hagsmunaðilanna sem hafa auðvitað haft fjármagnið sín megin.

Hvers konar endurskoðun hefur hingað til afmarkast við of þrönga þætti viðkomandi kerfisfyrirkomulaga í stað þess að taka heildaryfirsyn með í reikninginn.

Ég leyfi mér hins vegar að binda vonir við þá ungu kynslóð sem erfa mun landið sem horft hefur á mistök fyrri kynslóða og tel að þar muni koma til nauðsynlegar breytingar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband