Notkun einkabílsins og almenningssamgöngur.

Ég spyr mig sjálfa að því þessa dagana hvað veldur því að hér á Íslandi eru ekki lestarsamgöngur til dæmis milli Keflavíkur og Reykjavíkur ?

Getur það verið að þessi mál hafi verið skoðuð ofan í kjölinn í ljósi orkunotkunnar og áherslu á einkabílinn og notkun hans ?

Niðurgreiðsla hins opinbera til almenningssamgangna svo sem strætó og rútuferða, er verulega léleg framkvæmd mála enn sem komið er sökum þess að þau hin sömu atriði þurfa að vera hvati fyrir almenning fjárhagslega til þess að nýta almenningsamgöngur, sem ekki er raunin enn þann dag í dag.

Hækkandi eldsneytisverð í heiminum leiðir til þess að aðeins þeir efnameiri munu hafa möguleika á því að nota ökutæki sem og samgöngumannvirkin vegina.

Nú þegar er mikill samdráttur í umferð á vegunum, og er ekki tími kominn til að skoða samgöngumálin með nýjum gleraugum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Allir hafa hækkað eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband